Afgangurinn verði 19 milljörðum meiri Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2017 06:00 Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“ Alþingi Markaðir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“
Alþingi Markaðir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira