Dramatíkin á bak við tjöldin hjá Óla Kristjáns í Randers Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2017 10:45 Ólafur Kristjánsson gengur á milli liðsmanna Randers sem rifust eins og hundur og köttur í hálfleik í 2-0 tapi gegn Helsingör. „Stjórnin er að ræða um það hvort við getum haldið þessu áfram,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur lét orðin falla eftir enn eitt tap Randers í deildinni á dögunum en liðið hefur farið illa af stað það sem af er vertíð. Sjónvarpsmenn Canal 9 fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá danska félaginu og er óhætt að segja að útkoman sé afar athyglisverð. Allt er í hers höndum hjá liðinu sem hafði ekki unnið leik í deildinni í sjö tilraunum þegar Canal 9 mætti í heimsókn. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson ver mark Randers. Ólafur ræðir um líf þjálfarans og hve erfitt og einmanalegt það sé þegar illa gengur. Þá standi þjálfarinn einn. Fylgst er með Ólafi ræða við leikmenn sína inni í klefa, fyrir og eftir leiki, og sömuleiðis í einkaspjalli þegar ástandið er orðið svart. Miðvörður og framherji liðsins hnakkrífast inni í klefa í hálfleik í 2-0 tapi gegn Helsingör og serbneski framherjinn brotnar niður eftir klúður í tapleik og segist vera að bregðast liðinu sínu. Í lok myndarinnar ræðir Ólafur á einlægan hátt við leikmenn sína og bendir þeim á að auðvelda lausnin sé sú að hann verði rekinn og þeir fái nýjan þjálfara sem þeir peppist upp við að sýna sig fyrir. Þetta snúist ekki um hann, verði hann rekinn þá taki hann því. Þetta snúist um karakter leikmanna sem þurfi að sýna úr hverju þeir eru gerðir, og hvernig þeir bregðist við mótlæti. Randers mætti í næsta leik eftir landsleikjapásuna og landaði sínum fyrsta sigri í deildinni, 4-1 á útivelli gegn AGF. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
„Stjórnin er að ræða um það hvort við getum haldið þessu áfram,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur lét orðin falla eftir enn eitt tap Randers í deildinni á dögunum en liðið hefur farið illa af stað það sem af er vertíð. Sjónvarpsmenn Canal 9 fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá danska félaginu og er óhætt að segja að útkoman sé afar athyglisverð. Allt er í hers höndum hjá liðinu sem hafði ekki unnið leik í deildinni í sjö tilraunum þegar Canal 9 mætti í heimsókn. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson ver mark Randers. Ólafur ræðir um líf þjálfarans og hve erfitt og einmanalegt það sé þegar illa gengur. Þá standi þjálfarinn einn. Fylgst er með Ólafi ræða við leikmenn sína inni í klefa, fyrir og eftir leiki, og sömuleiðis í einkaspjalli þegar ástandið er orðið svart. Miðvörður og framherji liðsins hnakkrífast inni í klefa í hálfleik í 2-0 tapi gegn Helsingör og serbneski framherjinn brotnar niður eftir klúður í tapleik og segist vera að bregðast liðinu sínu. Í lok myndarinnar ræðir Ólafur á einlægan hátt við leikmenn sína og bendir þeim á að auðvelda lausnin sé sú að hann verði rekinn og þeir fái nýjan þjálfara sem þeir peppist upp við að sýna sig fyrir. Þetta snúist ekki um hann, verði hann rekinn þá taki hann því. Þetta snúist um karakter leikmanna sem þurfi að sýna úr hverju þeir eru gerðir, og hvernig þeir bregðist við mótlæti. Randers mætti í næsta leik eftir landsleikjapásuna og landaði sínum fyrsta sigri í deildinni, 4-1 á útivelli gegn AGF.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira