Dramatíkin á bak við tjöldin hjá Óla Kristjáns í Randers Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2017 10:45 Ólafur Kristjánsson gengur á milli liðsmanna Randers sem rifust eins og hundur og köttur í hálfleik í 2-0 tapi gegn Helsingör. „Stjórnin er að ræða um það hvort við getum haldið þessu áfram,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur lét orðin falla eftir enn eitt tap Randers í deildinni á dögunum en liðið hefur farið illa af stað það sem af er vertíð. Sjónvarpsmenn Canal 9 fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá danska félaginu og er óhætt að segja að útkoman sé afar athyglisverð. Allt er í hers höndum hjá liðinu sem hafði ekki unnið leik í deildinni í sjö tilraunum þegar Canal 9 mætti í heimsókn. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson ver mark Randers. Ólafur ræðir um líf þjálfarans og hve erfitt og einmanalegt það sé þegar illa gengur. Þá standi þjálfarinn einn. Fylgst er með Ólafi ræða við leikmenn sína inni í klefa, fyrir og eftir leiki, og sömuleiðis í einkaspjalli þegar ástandið er orðið svart. Miðvörður og framherji liðsins hnakkrífast inni í klefa í hálfleik í 2-0 tapi gegn Helsingör og serbneski framherjinn brotnar niður eftir klúður í tapleik og segist vera að bregðast liðinu sínu. Í lok myndarinnar ræðir Ólafur á einlægan hátt við leikmenn sína og bendir þeim á að auðvelda lausnin sé sú að hann verði rekinn og þeir fái nýjan þjálfara sem þeir peppist upp við að sýna sig fyrir. Þetta snúist ekki um hann, verði hann rekinn þá taki hann því. Þetta snúist um karakter leikmanna sem þurfi að sýna úr hverju þeir eru gerðir, og hvernig þeir bregðist við mótlæti. Randers mætti í næsta leik eftir landsleikjapásuna og landaði sínum fyrsta sigri í deildinni, 4-1 á útivelli gegn AGF. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
„Stjórnin er að ræða um það hvort við getum haldið þessu áfram,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur lét orðin falla eftir enn eitt tap Randers í deildinni á dögunum en liðið hefur farið illa af stað það sem af er vertíð. Sjónvarpsmenn Canal 9 fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá danska félaginu og er óhætt að segja að útkoman sé afar athyglisverð. Allt er í hers höndum hjá liðinu sem hafði ekki unnið leik í deildinni í sjö tilraunum þegar Canal 9 mætti í heimsókn. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson ver mark Randers. Ólafur ræðir um líf þjálfarans og hve erfitt og einmanalegt það sé þegar illa gengur. Þá standi þjálfarinn einn. Fylgst er með Ólafi ræða við leikmenn sína inni í klefa, fyrir og eftir leiki, og sömuleiðis í einkaspjalli þegar ástandið er orðið svart. Miðvörður og framherji liðsins hnakkrífast inni í klefa í hálfleik í 2-0 tapi gegn Helsingör og serbneski framherjinn brotnar niður eftir klúður í tapleik og segist vera að bregðast liðinu sínu. Í lok myndarinnar ræðir Ólafur á einlægan hátt við leikmenn sína og bendir þeim á að auðvelda lausnin sé sú að hann verði rekinn og þeir fái nýjan þjálfara sem þeir peppist upp við að sýna sig fyrir. Þetta snúist ekki um hann, verði hann rekinn þá taki hann því. Þetta snúist um karakter leikmanna sem þurfi að sýna úr hverju þeir eru gerðir, og hvernig þeir bregðist við mótlæti. Randers mætti í næsta leik eftir landsleikjapásuna og landaði sínum fyrsta sigri í deildinni, 4-1 á útivelli gegn AGF.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira