Fjölbreytt flóra á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2017 06:00 Ný mál og endurflutt eru boðuð frá ríkisstjórninni en málaskrá hennar var birt í gær. Alls eru 188 mál á málaskrá ríkisstjórnar Íslands fyrir komandi þingvetur. Skemmst er frá því að segja að þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Stiklað er á stóru í þingmálaskránni hér að ofan. Fæst mál eru á lista hjá forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, eða fimm talsins. Þar á meðal er stofnun Þjóðarsjóðs sem ætlað er að vera varasjóður til að losa ríkissjóð úr klandri án þess að steypa honum í skuldir. Flest málin koma frá frænda hans, fjármálaráðherranum Benedikt Jóhannessyni, en þau eru alls 37. Auk fjárlaga og fjármálaáætlunar má nefna breytingar á virðisaukaskatti, breytingar á tollalögum, breytingar á hverjir heyra undir kjararáð og aðgerðir til að draga úr skattsvikum. Nokkur mál sem ekki náðu í gegn á síðasta þingi verða endurflutt. Þar ber fyrst að nefna tvö mál sem varða réttindi fatlaðs fólks sem ekki náðu í gegn á lokametrunum í vor. Þau verða með fyrstu málum sem verða lögð fram og er stefnt að því að þau fari í gegnum þingið strax á fyrstu mánuðum þess. Lyfja- og rafrettufrumvörp heilbrigðisráðherra er einnig að sjá á lista stjórnarinnar en það síðarnefnda mætti talsverðri andstöðu í vor. Vegtollar Jóns Gunnarssonar færast nær því að verða að veruleika en í næsta mánuði stefnir hann að því að leggja fram frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Þá leggur hann aftur fram frumvarp sem afnemur fyrirhugaða fjölgun borgarstjórnarfulltrúa. Dómsmálaráðherra stefnir að því að leggja endurupptökunefnd niður og koma á fót sérstökum endurupptökudómstól. Boðað frumvarp um brottfall ákvæða um uppreist æru kemur einnig fyrir þingið. Athygli vekur einnig að frumvarp um breytingar á helgidagafriði, sambærilegt því sem Píratar lögðu fram eitt sinn, er á dagskrá ráðherrans. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Alls eru 188 mál á málaskrá ríkisstjórnar Íslands fyrir komandi þingvetur. Skemmst er frá því að segja að þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Stiklað er á stóru í þingmálaskránni hér að ofan. Fæst mál eru á lista hjá forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, eða fimm talsins. Þar á meðal er stofnun Þjóðarsjóðs sem ætlað er að vera varasjóður til að losa ríkissjóð úr klandri án þess að steypa honum í skuldir. Flest málin koma frá frænda hans, fjármálaráðherranum Benedikt Jóhannessyni, en þau eru alls 37. Auk fjárlaga og fjármálaáætlunar má nefna breytingar á virðisaukaskatti, breytingar á tollalögum, breytingar á hverjir heyra undir kjararáð og aðgerðir til að draga úr skattsvikum. Nokkur mál sem ekki náðu í gegn á síðasta þingi verða endurflutt. Þar ber fyrst að nefna tvö mál sem varða réttindi fatlaðs fólks sem ekki náðu í gegn á lokametrunum í vor. Þau verða með fyrstu málum sem verða lögð fram og er stefnt að því að þau fari í gegnum þingið strax á fyrstu mánuðum þess. Lyfja- og rafrettufrumvörp heilbrigðisráðherra er einnig að sjá á lista stjórnarinnar en það síðarnefnda mætti talsverðri andstöðu í vor. Vegtollar Jóns Gunnarssonar færast nær því að verða að veruleika en í næsta mánuði stefnir hann að því að leggja fram frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Þá leggur hann aftur fram frumvarp sem afnemur fyrirhugaða fjölgun borgarstjórnarfulltrúa. Dómsmálaráðherra stefnir að því að leggja endurupptökunefnd niður og koma á fót sérstökum endurupptökudómstól. Boðað frumvarp um brottfall ákvæða um uppreist æru kemur einnig fyrir þingið. Athygli vekur einnig að frumvarp um breytingar á helgidagafriði, sambærilegt því sem Píratar lögðu fram eitt sinn, er á dagskrá ráðherrans.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent