Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2017 12:00 Cassini hefur sent ógrynni mikilfenglegra mynda af Satúrnusi aftur til jarðar á þrettán árum á braut um gasrisann. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í morgun. Stjórnendur farsins fengu staðfestingu á því fyrir stundu. Þar með lýkur einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar. Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. Staðfest var að sambandið geimfarsins við stjórnstöð á jörðina hefði rofnað kl. 11:55:46. Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum.Nokkrar tölulegar staðreyndir um Cassini-leiðangurinn.Ákveðið var að ljúka leiðangrinum með því stýra Cassini niður í lofthjúp Satúrnusar þar sem geimfarið bráðnaði og rifnaði í sundur. Með því vildu menn forðast að örverur sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu gætu endað á viðkvæmum tunglum eins og Títani eða Enkeladusi ef Cassini yrði skilinn eftir stjórnlaus á braut um Satúrnus. Ekki er talið útilokað að aðstæður séu til lífs á þessum tunglum. Stjórnendur farsins voru klökkir og féllust í faðma stjórnstöðinni JPL í Kaliforníu þegar staðfest var að Cassini hefði farist og þessu langa verkefni væri lokið.Our spacecraft has entered Saturn's atmosphere, and we have received its final transmission.— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Every time we see Saturn in the night sky, we'll remember. We'll smile. And we'll want to go back. #GrandFinale #GoodbyeCassini #Cassini pic.twitter.com/6tzJ4N9Jif— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Cassini showed us the beauty of Saturn. It revealed the best in us. Now it's up to us to keep exploring. pic.twitter.com/E4p1jOvFKf— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Some of our favorite postcards from our journeys at Saturn, now available in a free, downloadable e-book: https://t.co/mS4KvhVytg pic.twitter.com/xNbCWx2VTS— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 What instruments does @CassiniSaturn have on during its #GrandFinale dive into Saturn? These eight: https://t.co/SkKXom46CL #GoodbyeCassini pic.twitter.com/nnrzjWPKcE— NASA (@NASA) September 15, 2017 Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í morgun. Stjórnendur farsins fengu staðfestingu á því fyrir stundu. Þar með lýkur einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar. Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. Staðfest var að sambandið geimfarsins við stjórnstöð á jörðina hefði rofnað kl. 11:55:46. Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum.Nokkrar tölulegar staðreyndir um Cassini-leiðangurinn.Ákveðið var að ljúka leiðangrinum með því stýra Cassini niður í lofthjúp Satúrnusar þar sem geimfarið bráðnaði og rifnaði í sundur. Með því vildu menn forðast að örverur sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu gætu endað á viðkvæmum tunglum eins og Títani eða Enkeladusi ef Cassini yrði skilinn eftir stjórnlaus á braut um Satúrnus. Ekki er talið útilokað að aðstæður séu til lífs á þessum tunglum. Stjórnendur farsins voru klökkir og féllust í faðma stjórnstöðinni JPL í Kaliforníu þegar staðfest var að Cassini hefði farist og þessu langa verkefni væri lokið.Our spacecraft has entered Saturn's atmosphere, and we have received its final transmission.— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Every time we see Saturn in the night sky, we'll remember. We'll smile. And we'll want to go back. #GrandFinale #GoodbyeCassini #Cassini pic.twitter.com/6tzJ4N9Jif— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Cassini showed us the beauty of Saturn. It revealed the best in us. Now it's up to us to keep exploring. pic.twitter.com/E4p1jOvFKf— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Some of our favorite postcards from our journeys at Saturn, now available in a free, downloadable e-book: https://t.co/mS4KvhVytg pic.twitter.com/xNbCWx2VTS— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 What instruments does @CassiniSaturn have on during its #GrandFinale dive into Saturn? These eight: https://t.co/SkKXom46CL #GoodbyeCassini pic.twitter.com/nnrzjWPKcE— NASA (@NASA) September 15, 2017
Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent