Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2017 06:00 Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins veltur mjög á gengi flokksins í kosningum. vísir/valli Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52