Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 12:05 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, á fundi á Bessastöðum í morgun þar sem sá síðarnefndi lagði fram tillögu um þingrof sem forsetinn féllst á. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08