Ætla ekki að láta nýjustu könnunina rætast Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2017 10:50 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. vísir/ernir Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43