Daniel Bremmer ráðinn til Íslensku auglýsingastofunnar Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2017 10:35 Daniel Bremmer hefur búið í New York síðusta áratuginn. Íslenska auglýsingastofan Íslenska auglýsingastofan hefur ráðið Daniel Bremmer til þess að leiða sköpunarvinnu stofunnar. Í tilkynningu segir að hann hafi starfað sem „Group Creative Director” hjá auglýsingastofunni 360i í New York undanfarin ár. Hann hefur búið í Brooklyn í New York síðasta áratuginn og flytur til Íslands ásamt eiginkonu sinni, en þau sóttu Ísland heim árið 2016 og hrifust mjög af landi og þjóð. „Daniel, sem er 43 ára gamall og frá Kaliforníu, útskrifaðist frá Art Center College of Design í Kaliforníu árið 2003 með BFA-gráðu í Advertising Design. Hann hefur starfað í auglýsingageiranum í Bandaríkjunum og Bretlandi undanfarin fimmtán ár, fyrstu árin sem hugmynda- og textasmiður en síðastliðin 8 ár sem yfirmaður hugmynda- og sköpunarvinnu meðal annars hjá BBDO í New York og nú síðast hjá 360i, en sú auglýsingastofa hefur á að skipa um eitt þúsund starfsmönnum og leggur höfuðáherslu á auglýsingagerð og markaðssetningu á netinu og á samfélagsmiðlum. Áður starfaði Daniel meðal annars fyrir Publicis í Seattle, SS+K í New York og Karmarama í London. Daniel hefur á sínum ferli unnið fyrir fjölda heimsþekktra vörumerkja á borð við Toyota, T Mobile, AT&T, Target, forsetaframboð Barack Obama, MetLife, Strongbow, The Economist, Starbucks, GE, Delta, New Orleans Tourism, National Geographic, Oreo, Mountain Dew, Spotify, HBO, Coca Cola, Ben & Jerry’s o.m.fl. Daniel hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferlinum, þar á meðal Títaníum verðlaunin á Cannes Lions auglýsingahátíðinni fyrir Obama ’08. Um verk hans hefur verið fjallað í fagtímaritum eins og Adweek, AdAge, Creativity, og Wired og dagblöðum á borð við The Wall Street Journal og The New York Times,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hjalta Jónssyni, framkvæmdastjóra Íslensku auglýsingastofunnar, að stórfelldar samfélags- og tæknibreytingar á tiltölulega skömmum tíma hafi í för með sér að auglýsingastofur um allan heim keppist nú við að skilja og laga sig að breyttu umhverfi. „Íslenski markaðurinn er engin undantekning þar á og því mikill fengur fyrir Íslensku auglýsingastofuna að fá til liðs við okkur jafn hæfan einstakling sem hefur víðtæka reynslu á stórum og kröfuhörðum markaði, jafnt í markaðssetningu á hefðbundnum miðlum sem og stafrænum miðlum. Þekking Daniels og reynsla mun nýtast viðskiptavinum og starfsfólki stofunnar gríðarvel og er ráðning hans veigamikill þáttur í að taka næstu skref í þróun stofunnar og eflingu þekkingar þess mannauðs sem Íslenska býr yfir.” Daniel segir mikla gerjun á auglýsingamarkaðnum og spennandi tíma framundan. „Nú er einmitt rétti tíminn til að vera á Íslandi og það er mér sannkallað ánægjuefni að koma til starfa á Íslensku auglýsingastofunni, sem hefur þróað og unnið markaðsefni fyrir mörg þekktustu vörumerki landsins. Ég hlakka til að vinna með viðskiptavinum okkar að því að nýta nýjar og spennandi leiðir til markaðssetningar á Íslandi og úti í heimi,” segir Daniel. Ráðningar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Íslenska auglýsingastofan hefur ráðið Daniel Bremmer til þess að leiða sköpunarvinnu stofunnar. Í tilkynningu segir að hann hafi starfað sem „Group Creative Director” hjá auglýsingastofunni 360i í New York undanfarin ár. Hann hefur búið í Brooklyn í New York síðasta áratuginn og flytur til Íslands ásamt eiginkonu sinni, en þau sóttu Ísland heim árið 2016 og hrifust mjög af landi og þjóð. „Daniel, sem er 43 ára gamall og frá Kaliforníu, útskrifaðist frá Art Center College of Design í Kaliforníu árið 2003 með BFA-gráðu í Advertising Design. Hann hefur starfað í auglýsingageiranum í Bandaríkjunum og Bretlandi undanfarin fimmtán ár, fyrstu árin sem hugmynda- og textasmiður en síðastliðin 8 ár sem yfirmaður hugmynda- og sköpunarvinnu meðal annars hjá BBDO í New York og nú síðast hjá 360i, en sú auglýsingastofa hefur á að skipa um eitt þúsund starfsmönnum og leggur höfuðáherslu á auglýsingagerð og markaðssetningu á netinu og á samfélagsmiðlum. Áður starfaði Daniel meðal annars fyrir Publicis í Seattle, SS+K í New York og Karmarama í London. Daniel hefur á sínum ferli unnið fyrir fjölda heimsþekktra vörumerkja á borð við Toyota, T Mobile, AT&T, Target, forsetaframboð Barack Obama, MetLife, Strongbow, The Economist, Starbucks, GE, Delta, New Orleans Tourism, National Geographic, Oreo, Mountain Dew, Spotify, HBO, Coca Cola, Ben & Jerry’s o.m.fl. Daniel hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferlinum, þar á meðal Títaníum verðlaunin á Cannes Lions auglýsingahátíðinni fyrir Obama ’08. Um verk hans hefur verið fjallað í fagtímaritum eins og Adweek, AdAge, Creativity, og Wired og dagblöðum á borð við The Wall Street Journal og The New York Times,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hjalta Jónssyni, framkvæmdastjóra Íslensku auglýsingastofunnar, að stórfelldar samfélags- og tæknibreytingar á tiltölulega skömmum tíma hafi í för með sér að auglýsingastofur um allan heim keppist nú við að skilja og laga sig að breyttu umhverfi. „Íslenski markaðurinn er engin undantekning þar á og því mikill fengur fyrir Íslensku auglýsingastofuna að fá til liðs við okkur jafn hæfan einstakling sem hefur víðtæka reynslu á stórum og kröfuhörðum markaði, jafnt í markaðssetningu á hefðbundnum miðlum sem og stafrænum miðlum. Þekking Daniels og reynsla mun nýtast viðskiptavinum og starfsfólki stofunnar gríðarvel og er ráðning hans veigamikill þáttur í að taka næstu skref í þróun stofunnar og eflingu þekkingar þess mannauðs sem Íslenska býr yfir.” Daniel segir mikla gerjun á auglýsingamarkaðnum og spennandi tíma framundan. „Nú er einmitt rétti tíminn til að vera á Íslandi og það er mér sannkallað ánægjuefni að koma til starfa á Íslensku auglýsingastofunni, sem hefur þróað og unnið markaðsefni fyrir mörg þekktustu vörumerki landsins. Ég hlakka til að vinna með viðskiptavinum okkar að því að nýta nýjar og spennandi leiðir til markaðssetningar á Íslandi og úti í heimi,” segir Daniel.
Ráðningar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira