Svifryk og svartolía - dauðans alvara Þórlaug Ágústsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 1. september 2017 14:21 Svartolíumengun og afleiðingar hennar eru dauðans alvara fyrir einstaklinga og vistkerfið í heild. Fyrir þessu eru vísindalegar sannanir. Heilsa landsmanna og lífríki landsins eiga ekki bara að njóta vafans - því það það er enginn vafi. Þau þarfnast verndar. Umhverfisstofnun ESB segir í nýlegri skýrslu að árið 2015 hafi allt að „hundrað manns hafi dáið ótímabært af völdum loftmengunar á Íslandi. Hluti þessarar loftmengunar kemur frá skemmtiferðaskipum sem liggja við höfn. Loftmengunin hefur einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks þótt hún leiði ekki til dauða.”Þor til að taka ákvarðanirNýlegar mælingar á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands sýna einnig að svifryk í Reykjavík er langt yfir öllum mörkum og óboðlegt heilsu borgarbúa. Mengandi svifryk á sér fyrst og fremst rætur í samgöngum okkar og gestanna okkar, og í hvert sinn sem við ferðumst eða kaupum bætum við í útblástursskýið. Gróðurhúsalofttegundir ógna velferð mannkyns og við þurfum að bregðast við hratt og allstaðar þar sem hægt er. Svarið er ekki aðgerðaleysi, heldur að velja umhverfisvænni valkosti. Tækninýjungar koma fram nær daglega og það getur verið erfitt að þora að taka stórar ákvarðanir, en það þarf að gera hér.Viðsnúningur er möguleikiUm Faxaflóahafnir fara flest skip landsins og sífellt fleiri skemmtiferðaskip eiga þar viðlegu. Brennisteinsútblástur frá þessum skipum og annarri skipaumferð, er vaxandi vandamál sem Faxaflóahafnir hafa viljað taka á lengi. Félagið lét vinna úttekt á möguleikum í rafmagnstengingum skipa og hefur hafnarstjóri, Gísli Gíslason, verið leiðandi í umræðunni um að Íslendingar staðfesti viðauka VI við MARPOL-samninginn sem fjallar um um takmörkun á útblæstri brennisteinsefna, köfnunarefnissambanda og rykagna. Með þessu væri stigið fyrsta skrefið að stofnun svokallaðs ECA-svæðis í landhelginni en það myndi þýða að öll skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla ECA-reglur um efnainnhald eldsneytis. Reynslan af stofnun ECA-svæða í Eystrasalti og Norðursjó hefur sýnt að þessar aðgerðir bera árangur og það hratt eins og undraverður viðsnúningur á dýralífi þar hefur sýnt.Vernda þarf alla landhelginaNú í mai samþykkti stjórn Faxaflóa áskorun um bann á notkun svartolíu við Ísland og fór fram á hið sama af eigendum sínum, sveitarfélögunum við Faxaflóa. Undirritaðar Pírötur taka undir með Faxaflóahöfnum og skorum á stjórnvöld að samþykkja og færa í lög sem fyrst viðauka VI á MARPOL-samningnum. Í kvöldfréttum í gær sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra að skynsamlegt væri að „finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun." Að okkar mati er það alls ekki nógu langt gengið. Landhelgin öll ætti að vera markmiðið. Það dugar skammt að handvelja einstaka viðkvæm þegar enginn vafi ríkir lengur um skaðsemi svartolíubrunans og gögn sýna svart á hvítu að mengunin kostar Íslensk mannslíf. Hér er þörf á aðgerðum, ekki frekara samráði við sterka hagsmunaaðila. Líf og heilsa landsmanna eiga alltaf að njóta vafans.Höfundar eru fulltrúi Pírata í stjórn Faxaflóahafna og áheyrnarfulltrúi Pírata í Skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Svartolíumengun og afleiðingar hennar eru dauðans alvara fyrir einstaklinga og vistkerfið í heild. Fyrir þessu eru vísindalegar sannanir. Heilsa landsmanna og lífríki landsins eiga ekki bara að njóta vafans - því það það er enginn vafi. Þau þarfnast verndar. Umhverfisstofnun ESB segir í nýlegri skýrslu að árið 2015 hafi allt að „hundrað manns hafi dáið ótímabært af völdum loftmengunar á Íslandi. Hluti þessarar loftmengunar kemur frá skemmtiferðaskipum sem liggja við höfn. Loftmengunin hefur einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks þótt hún leiði ekki til dauða.”Þor til að taka ákvarðanirNýlegar mælingar á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands sýna einnig að svifryk í Reykjavík er langt yfir öllum mörkum og óboðlegt heilsu borgarbúa. Mengandi svifryk á sér fyrst og fremst rætur í samgöngum okkar og gestanna okkar, og í hvert sinn sem við ferðumst eða kaupum bætum við í útblástursskýið. Gróðurhúsalofttegundir ógna velferð mannkyns og við þurfum að bregðast við hratt og allstaðar þar sem hægt er. Svarið er ekki aðgerðaleysi, heldur að velja umhverfisvænni valkosti. Tækninýjungar koma fram nær daglega og það getur verið erfitt að þora að taka stórar ákvarðanir, en það þarf að gera hér.Viðsnúningur er möguleikiUm Faxaflóahafnir fara flest skip landsins og sífellt fleiri skemmtiferðaskip eiga þar viðlegu. Brennisteinsútblástur frá þessum skipum og annarri skipaumferð, er vaxandi vandamál sem Faxaflóahafnir hafa viljað taka á lengi. Félagið lét vinna úttekt á möguleikum í rafmagnstengingum skipa og hefur hafnarstjóri, Gísli Gíslason, verið leiðandi í umræðunni um að Íslendingar staðfesti viðauka VI við MARPOL-samninginn sem fjallar um um takmörkun á útblæstri brennisteinsefna, köfnunarefnissambanda og rykagna. Með þessu væri stigið fyrsta skrefið að stofnun svokallaðs ECA-svæðis í landhelginni en það myndi þýða að öll skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla ECA-reglur um efnainnhald eldsneytis. Reynslan af stofnun ECA-svæða í Eystrasalti og Norðursjó hefur sýnt að þessar aðgerðir bera árangur og það hratt eins og undraverður viðsnúningur á dýralífi þar hefur sýnt.Vernda þarf alla landhelginaNú í mai samþykkti stjórn Faxaflóa áskorun um bann á notkun svartolíu við Ísland og fór fram á hið sama af eigendum sínum, sveitarfélögunum við Faxaflóa. Undirritaðar Pírötur taka undir með Faxaflóahöfnum og skorum á stjórnvöld að samþykkja og færa í lög sem fyrst viðauka VI á MARPOL-samningnum. Í kvöldfréttum í gær sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra að skynsamlegt væri að „finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun." Að okkar mati er það alls ekki nógu langt gengið. Landhelgin öll ætti að vera markmiðið. Það dugar skammt að handvelja einstaka viðkvæm þegar enginn vafi ríkir lengur um skaðsemi svartolíubrunans og gögn sýna svart á hvítu að mengunin kostar Íslensk mannslíf. Hér er þörf á aðgerðum, ekki frekara samráði við sterka hagsmunaaðila. Líf og heilsa landsmanna eiga alltaf að njóta vafans.Höfundar eru fulltrúi Pírata í stjórn Faxaflóahafna og áheyrnarfulltrúi Pírata í Skipulagsráði Reykjavíkur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun