Guðlaug Kristjánsdóttir nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 2. september 2017 18:12 Guðlaug Kristjánsdóttir er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. mynd/Björt framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir. Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir.
Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent