Elvar: Má ekkert klikka gegn svona liði 5. september 2017 13:08 Elvar Már í barátunni í dag. Vísir/Getty Elvar Már Friðriksson spilaði á köflum vel þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 102-75, á EM í körfubolta í dag. Elvar spilaði í sautján mínútur og skoraði sjö stig auk þess sem hann gaf þrjár stoðsendingar. „Við byrjuðum þennan leik hrikalega vel og við vorum yfir í góðan part fyrri hálfleiks,“ sagði Elvar við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis, en Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta. „En svo um leið og maður hættir að hitta og gerir mistök gegn svona liðum þá refsa þeir um leið.“ Hann segir að menn eins og Goran Dragic og Luka Doncic séu í heimsklassa og það megi ekkert klikka gegn þeim. „Þeir refsa manni þá um leið. En við viljum auðvitað allir leggja okkar af mörkum og berjast fyrir landið okkar. Við viljum gera vel og ná sigri en þessar þjóðir eru bara betri en við núna, það verður að viðurkennast.“ Elvar Már nýtti sínar mínútur vel í dag og spilaði meira en í fyrri leikjum Íslands á mótinu. „Ég nýt mínar mínútur eins vel og ég get og legg mig fram eins og aðrir,“ sagði hann hógvær. Tryggvi Snær Hlinason fær einnig sínar mínútur en stundum gengur illa að finna hann undir körfunni. Elvar sagði það stundum erfitt þegar hann er að berjast við stóra menn sjálfur undir körfunni. „Eftir nokkur ár þá förum við að leita meira að Tryggva. Það má ekki gleyma því að hann er nýbyrjaður í körfubolta og er að standa sig hrikalega vel. Framtíðin er björt hjá honum og íslenska liðinu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu verður gegn heimamönnum á morgun. „Það verður barátta. Við ætlum að leggja allt í sölurnar og ná sigri fyrir framan fimmtán þúsund manns. Það væri tilvalið.“ Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Elvar Má má sjá hér fyrir neðan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Elvar Már Friðriksson spilaði á köflum vel þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 102-75, á EM í körfubolta í dag. Elvar spilaði í sautján mínútur og skoraði sjö stig auk þess sem hann gaf þrjár stoðsendingar. „Við byrjuðum þennan leik hrikalega vel og við vorum yfir í góðan part fyrri hálfleiks,“ sagði Elvar við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis, en Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta. „En svo um leið og maður hættir að hitta og gerir mistök gegn svona liðum þá refsa þeir um leið.“ Hann segir að menn eins og Goran Dragic og Luka Doncic séu í heimsklassa og það megi ekkert klikka gegn þeim. „Þeir refsa manni þá um leið. En við viljum auðvitað allir leggja okkar af mörkum og berjast fyrir landið okkar. Við viljum gera vel og ná sigri en þessar þjóðir eru bara betri en við núna, það verður að viðurkennast.“ Elvar Már nýtti sínar mínútur vel í dag og spilaði meira en í fyrri leikjum Íslands á mótinu. „Ég nýt mínar mínútur eins vel og ég get og legg mig fram eins og aðrir,“ sagði hann hógvær. Tryggvi Snær Hlinason fær einnig sínar mínútur en stundum gengur illa að finna hann undir körfunni. Elvar sagði það stundum erfitt þegar hann er að berjast við stóra menn sjálfur undir körfunni. „Eftir nokkur ár þá förum við að leita meira að Tryggva. Það má ekki gleyma því að hann er nýbyrjaður í körfubolta og er að standa sig hrikalega vel. Framtíðin er björt hjá honum og íslenska liðinu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu verður gegn heimamönnum á morgun. „Það verður barátta. Við ætlum að leggja allt í sölurnar og ná sigri fyrir framan fimmtán þúsund manns. Það væri tilvalið.“ Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Elvar Má má sjá hér fyrir neðan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15