Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2017 06:00 Irma er feiknarstór fellibylur. vísir/afp Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman. Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman.
Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22
Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59