Georg litli byrjaður í skóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2017 11:25 Georg stendur hér á milli föður síns og yfirkennarans í Thomas Battersea. vísir/getty Georg prins, elsta barn Vilhjálms, hertoga af Cambridge, og eiginkonu hans, Katrínar, hertogaynju af Cambridge, byrjaði í skóla í dag. Skólinn heitir Thomas Battersea og er í suðvesturhluta London. Hann er fyrir nemendur á aldrinum fjögurra til þrettán ára en Georg varð einmitt fjögurra ára í júlí. Skólagjöldin eru 18 þúsund pund á ári eða sem nemur 2,5 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Vilhjálmur og Katrín ætluðu bæði að fylgja syninum í skólann fyrsta daginn en Katrín átti ekki heimangengt þar sem hún er nú með mikla morgunógleði og uppköst en hún er ólétt af þriðja barni þeirra hjóna. Vilhjálmur fylgdi því syninum í morgun og mættu þeir feðgar í skólanum rétt fyrir klukkan níu. Fjöldi manns hafði safnast saman við hlið skólans til að fylgjast með komu prinsins en honum var ekið inn um hliðarinngang þar sem öryggishlið lokaðist svo. Georg labbaði svo ásamt föður sínum í átt til Helen Haslem, yfirkennara yngra stigs skólans, sem tók á móti feðgunum og heilsaði þeim báðum með handabandi. Miðað við fyrsta skóladag Vilhjálms var lítið fjölmiðlafár í kringum Georg í morgun. Foreldrar hans leyfðu aðeins einum ljósmyndara og einum kvikmyndatökumanni að vera á staðnum til að ná myndum af fyrsta skóladeginum.Litli prinsinn klórar sér aðeins í nefinu áður en hann hittir kennarann.vísir/gettyPrinsinn var nokkuð alvarlegur á svip við upphaf fyrsta skóladagsins enda alvöru mál að byrja í skóla.vísir/getty Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Georg prins, elsta barn Vilhjálms, hertoga af Cambridge, og eiginkonu hans, Katrínar, hertogaynju af Cambridge, byrjaði í skóla í dag. Skólinn heitir Thomas Battersea og er í suðvesturhluta London. Hann er fyrir nemendur á aldrinum fjögurra til þrettán ára en Georg varð einmitt fjögurra ára í júlí. Skólagjöldin eru 18 þúsund pund á ári eða sem nemur 2,5 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Vilhjálmur og Katrín ætluðu bæði að fylgja syninum í skólann fyrsta daginn en Katrín átti ekki heimangengt þar sem hún er nú með mikla morgunógleði og uppköst en hún er ólétt af þriðja barni þeirra hjóna. Vilhjálmur fylgdi því syninum í morgun og mættu þeir feðgar í skólanum rétt fyrir klukkan níu. Fjöldi manns hafði safnast saman við hlið skólans til að fylgjast með komu prinsins en honum var ekið inn um hliðarinngang þar sem öryggishlið lokaðist svo. Georg labbaði svo ásamt föður sínum í átt til Helen Haslem, yfirkennara yngra stigs skólans, sem tók á móti feðgunum og heilsaði þeim báðum með handabandi. Miðað við fyrsta skóladag Vilhjálms var lítið fjölmiðlafár í kringum Georg í morgun. Foreldrar hans leyfðu aðeins einum ljósmyndara og einum kvikmyndatökumanni að vera á staðnum til að ná myndum af fyrsta skóladeginum.Litli prinsinn klórar sér aðeins í nefinu áður en hann hittir kennarann.vísir/gettyPrinsinn var nokkuð alvarlegur á svip við upphaf fyrsta skóladagsins enda alvöru mál að byrja í skóla.vísir/getty
Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31
Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15