Georg litli byrjaður í skóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2017 11:25 Georg stendur hér á milli föður síns og yfirkennarans í Thomas Battersea. vísir/getty Georg prins, elsta barn Vilhjálms, hertoga af Cambridge, og eiginkonu hans, Katrínar, hertogaynju af Cambridge, byrjaði í skóla í dag. Skólinn heitir Thomas Battersea og er í suðvesturhluta London. Hann er fyrir nemendur á aldrinum fjögurra til þrettán ára en Georg varð einmitt fjögurra ára í júlí. Skólagjöldin eru 18 þúsund pund á ári eða sem nemur 2,5 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Vilhjálmur og Katrín ætluðu bæði að fylgja syninum í skólann fyrsta daginn en Katrín átti ekki heimangengt þar sem hún er nú með mikla morgunógleði og uppköst en hún er ólétt af þriðja barni þeirra hjóna. Vilhjálmur fylgdi því syninum í morgun og mættu þeir feðgar í skólanum rétt fyrir klukkan níu. Fjöldi manns hafði safnast saman við hlið skólans til að fylgjast með komu prinsins en honum var ekið inn um hliðarinngang þar sem öryggishlið lokaðist svo. Georg labbaði svo ásamt föður sínum í átt til Helen Haslem, yfirkennara yngra stigs skólans, sem tók á móti feðgunum og heilsaði þeim báðum með handabandi. Miðað við fyrsta skóladag Vilhjálms var lítið fjölmiðlafár í kringum Georg í morgun. Foreldrar hans leyfðu aðeins einum ljósmyndara og einum kvikmyndatökumanni að vera á staðnum til að ná myndum af fyrsta skóladeginum.Litli prinsinn klórar sér aðeins í nefinu áður en hann hittir kennarann.vísir/gettyPrinsinn var nokkuð alvarlegur á svip við upphaf fyrsta skóladagsins enda alvöru mál að byrja í skóla.vísir/getty Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Georg prins, elsta barn Vilhjálms, hertoga af Cambridge, og eiginkonu hans, Katrínar, hertogaynju af Cambridge, byrjaði í skóla í dag. Skólinn heitir Thomas Battersea og er í suðvesturhluta London. Hann er fyrir nemendur á aldrinum fjögurra til þrettán ára en Georg varð einmitt fjögurra ára í júlí. Skólagjöldin eru 18 þúsund pund á ári eða sem nemur 2,5 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Vilhjálmur og Katrín ætluðu bæði að fylgja syninum í skólann fyrsta daginn en Katrín átti ekki heimangengt þar sem hún er nú með mikla morgunógleði og uppköst en hún er ólétt af þriðja barni þeirra hjóna. Vilhjálmur fylgdi því syninum í morgun og mættu þeir feðgar í skólanum rétt fyrir klukkan níu. Fjöldi manns hafði safnast saman við hlið skólans til að fylgjast með komu prinsins en honum var ekið inn um hliðarinngang þar sem öryggishlið lokaðist svo. Georg labbaði svo ásamt föður sínum í átt til Helen Haslem, yfirkennara yngra stigs skólans, sem tók á móti feðgunum og heilsaði þeim báðum með handabandi. Miðað við fyrsta skóladag Vilhjálms var lítið fjölmiðlafár í kringum Georg í morgun. Foreldrar hans leyfðu aðeins einum ljósmyndara og einum kvikmyndatökumanni að vera á staðnum til að ná myndum af fyrsta skóladeginum.Litli prinsinn klórar sér aðeins í nefinu áður en hann hittir kennarann.vísir/gettyPrinsinn var nokkuð alvarlegur á svip við upphaf fyrsta skóladagsins enda alvöru mál að byrja í skóla.vísir/getty
Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31
Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15