„Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2017 19:58 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir yfirvöld vel undirbúin fyrir komu Irmu. vísir/getty Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Irmu sem er einn sá öflugasti síðan mælingar hófust. Hann var 5. stigs fellibylur þegar hann hóf að herja á eyjar í Karíbahafi um miðja vikuna en hefur nú misst örlítið af styrk sínum og er nú skilgreindur sem 4. stigs fellibylur. Irma er engu að síður enn mjög öflug og hefur Brock Long, yfirmaður Bandarísku almannavarnastofnunarinnar, sagt að það sé ekki spurning hvort að íbúar Flórída verði fyrir barðinu á Irmu heldur hversu miklum usla hún veldur. Því er spáð að fellibylurinn nái strönd Flórída seint á sunnudag og fari þá yfir Flórídaskagann. Embættismenn hafa ítrekað varað íbúa Flórída við Irmu í dag og sagt þeim að vanmeta ekki fellibylinn og eyðilegginguna sem hann getur valdið. Þannig sagði ríkisstjórinn Rick Scott fyrr í dag að Irma væri mun stærri en fellibylurinn Andrew sem gekk yfir Flórída árið 1992 og er stærsti fellibylurinn sem skollið hefur á ströndum skagans. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einnig varað íbúa landsins við Irmu í dag en hann sagði fellibylinn geta valdið sögulegri eyðileggingu í landinu. Þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í dag voru þetta skilaboð hans til landsmanna: „Við erum undirbúin. Við erum mjög vel undirbúin. Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin. Vonandi fer allt vel.“ Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið á hinum ýmsu eyjum í Karíbahafi vegna Irmu. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Irmu sem er einn sá öflugasti síðan mælingar hófust. Hann var 5. stigs fellibylur þegar hann hóf að herja á eyjar í Karíbahafi um miðja vikuna en hefur nú misst örlítið af styrk sínum og er nú skilgreindur sem 4. stigs fellibylur. Irma er engu að síður enn mjög öflug og hefur Brock Long, yfirmaður Bandarísku almannavarnastofnunarinnar, sagt að það sé ekki spurning hvort að íbúar Flórída verði fyrir barðinu á Irmu heldur hversu miklum usla hún veldur. Því er spáð að fellibylurinn nái strönd Flórída seint á sunnudag og fari þá yfir Flórídaskagann. Embættismenn hafa ítrekað varað íbúa Flórída við Irmu í dag og sagt þeim að vanmeta ekki fellibylinn og eyðilegginguna sem hann getur valdið. Þannig sagði ríkisstjórinn Rick Scott fyrr í dag að Irma væri mun stærri en fellibylurinn Andrew sem gekk yfir Flórída árið 1992 og er stærsti fellibylurinn sem skollið hefur á ströndum skagans. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einnig varað íbúa landsins við Irmu í dag en hann sagði fellibylinn geta valdið sögulegri eyðileggingu í landinu. Þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í dag voru þetta skilaboð hans til landsmanna: „Við erum undirbúin. Við erum mjög vel undirbúin. Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin. Vonandi fer allt vel.“ Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið á hinum ýmsu eyjum í Karíbahafi vegna Irmu.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26
Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44
Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14