Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:07 Mælingin var gerð í Sundahöfn, en skemmtiferðaskip ferðast um landið hvert sumar og mörg hver stoppa á nokkrum stöðum á landinu. Vísir/Vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Mælingarnar sem unnar voru með aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity union (NABU) sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast. „Þegar skemmtiferðaskipin eru ekki inni þá er nánast engin mengun. Mjög lítil. Mun minni en í evrópskum stórborgum af þessum efnum. Þannig að þetta er svona 200 sinnum meira en grunnástand væri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Þetta eru agnir af sóti sem myndast við bruna á svartolíu sem þessi skemmtiferðaskip brenna. Þau mega ekki brenna þegar þau eru í landi en þau brenna svartolíu á leiðinni til dæmis í kringum landið. Þetta er gríðarleg mengun sem berst mjög víða og mjög langt. Sótagnir af þessu tagi þær leggjast á ís og jökla og hraða bráðnuninni,“ segir Árni. Þegar sótagnirnar leggjast á jökla minnkar endurkast sólarljóss frá ísnum, ísinn drekkur í sig meiri hita og bráðnar þarafleiðandi hraðar.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Banna eigi bruna svartolíu Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að brýnt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir bruna svartolíu á norðurslóðum, bæði til að vernda heilsu almennings og hægja á hlýnun andrúmsloftið. Þar segir einnig að flutningar á svartolíu séu ógn við lífríki norðurslóða og að svartolíu til að knýja skip beri að banna. „Brýnt er að stjórnvöld banni losun brennisteins og bruna svartolíu innan efnahagslögsögu landsins (Emission Control Area (ECA)), en slík svæði hafa verið stofnuð í Eystrasalti, Norðursjó og með fram ströndum Norður Ameríku. Enn fremur, upphæð hafnargjalda ætti að hækka eftir því sem skipin menga meira. Skipafélögin verða að sýna meiri ábyrgð gagnvart náttúru landsins og heilsu almennings.“ Dr. Axel Friedrich var vísindalegur ráðgjafi við mælingarnar og lagði hann áherslu á þann skaða sem mengun frá skipum getur valdið á heilsu almennings. Hann benti á að samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins látist árlega um 50 þúsund einstaklingar af völdum loftmengunar frá skipum. „Vélar eins og eru um borð á skemmtiferðaskipunum myndu ekki fá starfsleyfi á landi og það er hneyksli að skipafyritæki komist upp með að menga jafn mikið og raun ber vitni,” sagði Friedrich, og bætti við, að „Fyrir hendi eru tæknilausnir sem duga vel til að leysa þennan vanda.” Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Mælingarnar sem unnar voru með aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity union (NABU) sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast. „Þegar skemmtiferðaskipin eru ekki inni þá er nánast engin mengun. Mjög lítil. Mun minni en í evrópskum stórborgum af þessum efnum. Þannig að þetta er svona 200 sinnum meira en grunnástand væri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Þetta eru agnir af sóti sem myndast við bruna á svartolíu sem þessi skemmtiferðaskip brenna. Þau mega ekki brenna þegar þau eru í landi en þau brenna svartolíu á leiðinni til dæmis í kringum landið. Þetta er gríðarleg mengun sem berst mjög víða og mjög langt. Sótagnir af þessu tagi þær leggjast á ís og jökla og hraða bráðnuninni,“ segir Árni. Þegar sótagnirnar leggjast á jökla minnkar endurkast sólarljóss frá ísnum, ísinn drekkur í sig meiri hita og bráðnar þarafleiðandi hraðar.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Banna eigi bruna svartolíu Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að brýnt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir bruna svartolíu á norðurslóðum, bæði til að vernda heilsu almennings og hægja á hlýnun andrúmsloftið. Þar segir einnig að flutningar á svartolíu séu ógn við lífríki norðurslóða og að svartolíu til að knýja skip beri að banna. „Brýnt er að stjórnvöld banni losun brennisteins og bruna svartolíu innan efnahagslögsögu landsins (Emission Control Area (ECA)), en slík svæði hafa verið stofnuð í Eystrasalti, Norðursjó og með fram ströndum Norður Ameríku. Enn fremur, upphæð hafnargjalda ætti að hækka eftir því sem skipin menga meira. Skipafélögin verða að sýna meiri ábyrgð gagnvart náttúru landsins og heilsu almennings.“ Dr. Axel Friedrich var vísindalegur ráðgjafi við mælingarnar og lagði hann áherslu á þann skaða sem mengun frá skipum getur valdið á heilsu almennings. Hann benti á að samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins látist árlega um 50 þúsund einstaklingar af völdum loftmengunar frá skipum. „Vélar eins og eru um borð á skemmtiferðaskipunum myndu ekki fá starfsleyfi á landi og það er hneyksli að skipafyritæki komist upp með að menga jafn mikið og raun ber vitni,” sagði Friedrich, og bætti við, að „Fyrir hendi eru tæknilausnir sem duga vel til að leysa þennan vanda.”
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira