Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:07 Mælingin var gerð í Sundahöfn, en skemmtiferðaskip ferðast um landið hvert sumar og mörg hver stoppa á nokkrum stöðum á landinu. Vísir/Vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Mælingarnar sem unnar voru með aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity union (NABU) sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast. „Þegar skemmtiferðaskipin eru ekki inni þá er nánast engin mengun. Mjög lítil. Mun minni en í evrópskum stórborgum af þessum efnum. Þannig að þetta er svona 200 sinnum meira en grunnástand væri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Þetta eru agnir af sóti sem myndast við bruna á svartolíu sem þessi skemmtiferðaskip brenna. Þau mega ekki brenna þegar þau eru í landi en þau brenna svartolíu á leiðinni til dæmis í kringum landið. Þetta er gríðarleg mengun sem berst mjög víða og mjög langt. Sótagnir af þessu tagi þær leggjast á ís og jökla og hraða bráðnuninni,“ segir Árni. Þegar sótagnirnar leggjast á jökla minnkar endurkast sólarljóss frá ísnum, ísinn drekkur í sig meiri hita og bráðnar þarafleiðandi hraðar.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Banna eigi bruna svartolíu Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að brýnt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir bruna svartolíu á norðurslóðum, bæði til að vernda heilsu almennings og hægja á hlýnun andrúmsloftið. Þar segir einnig að flutningar á svartolíu séu ógn við lífríki norðurslóða og að svartolíu til að knýja skip beri að banna. „Brýnt er að stjórnvöld banni losun brennisteins og bruna svartolíu innan efnahagslögsögu landsins (Emission Control Area (ECA)), en slík svæði hafa verið stofnuð í Eystrasalti, Norðursjó og með fram ströndum Norður Ameríku. Enn fremur, upphæð hafnargjalda ætti að hækka eftir því sem skipin menga meira. Skipafélögin verða að sýna meiri ábyrgð gagnvart náttúru landsins og heilsu almennings.“ Dr. Axel Friedrich var vísindalegur ráðgjafi við mælingarnar og lagði hann áherslu á þann skaða sem mengun frá skipum getur valdið á heilsu almennings. Hann benti á að samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins látist árlega um 50 þúsund einstaklingar af völdum loftmengunar frá skipum. „Vélar eins og eru um borð á skemmtiferðaskipunum myndu ekki fá starfsleyfi á landi og það er hneyksli að skipafyritæki komist upp með að menga jafn mikið og raun ber vitni,” sagði Friedrich, og bætti við, að „Fyrir hendi eru tæknilausnir sem duga vel til að leysa þennan vanda.” Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Mælingarnar sem unnar voru með aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity union (NABU) sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast. „Þegar skemmtiferðaskipin eru ekki inni þá er nánast engin mengun. Mjög lítil. Mun minni en í evrópskum stórborgum af þessum efnum. Þannig að þetta er svona 200 sinnum meira en grunnástand væri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Þetta eru agnir af sóti sem myndast við bruna á svartolíu sem þessi skemmtiferðaskip brenna. Þau mega ekki brenna þegar þau eru í landi en þau brenna svartolíu á leiðinni til dæmis í kringum landið. Þetta er gríðarleg mengun sem berst mjög víða og mjög langt. Sótagnir af þessu tagi þær leggjast á ís og jökla og hraða bráðnuninni,“ segir Árni. Þegar sótagnirnar leggjast á jökla minnkar endurkast sólarljóss frá ísnum, ísinn drekkur í sig meiri hita og bráðnar þarafleiðandi hraðar.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Banna eigi bruna svartolíu Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að brýnt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir bruna svartolíu á norðurslóðum, bæði til að vernda heilsu almennings og hægja á hlýnun andrúmsloftið. Þar segir einnig að flutningar á svartolíu séu ógn við lífríki norðurslóða og að svartolíu til að knýja skip beri að banna. „Brýnt er að stjórnvöld banni losun brennisteins og bruna svartolíu innan efnahagslögsögu landsins (Emission Control Area (ECA)), en slík svæði hafa verið stofnuð í Eystrasalti, Norðursjó og með fram ströndum Norður Ameríku. Enn fremur, upphæð hafnargjalda ætti að hækka eftir því sem skipin menga meira. Skipafélögin verða að sýna meiri ábyrgð gagnvart náttúru landsins og heilsu almennings.“ Dr. Axel Friedrich var vísindalegur ráðgjafi við mælingarnar og lagði hann áherslu á þann skaða sem mengun frá skipum getur valdið á heilsu almennings. Hann benti á að samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins látist árlega um 50 þúsund einstaklingar af völdum loftmengunar frá skipum. „Vélar eins og eru um borð á skemmtiferðaskipunum myndu ekki fá starfsleyfi á landi og það er hneyksli að skipafyritæki komist upp með að menga jafn mikið og raun ber vitni,” sagði Friedrich, og bætti við, að „Fyrir hendi eru tæknilausnir sem duga vel til að leysa þennan vanda.”
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira