Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 16:11 Vegatálmum hefur verið komið fyrir til að loka fyrir aðgang að efnaverksmiðjunni í Crosby, rúma 30 kílómetrum frá Houston. Vísir/AFP Reykjarmökkurinn sem leggur frá skemmdri efnaverksmiðju nærri Houston getur verið „ótrúlega hættulegur“, að sögn yfirmanns Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA). Eldur logar í efnum í verksmiðjunni eftir að flóð af völdum Harvey skemmdu kælikerfi hennar. William Long, yfirmaður FEMA, lýstu verulegum áhyggjum af því að eiturský gæti lagt frá verksmiðjunni, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Forsvarsmenn Arkema, franska fyrirtækisins sem rekur verksmiðjuna, höfðu áður varað við að engin leið væri að koma í veg fyrir sprengingu í henni. Reuters-fréttastofan segir að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi sent neyðarstarfsmenn á staðinn. Lögreglumaður sem andaði að sér eiturgufum var fluttur á sjúkrahús og níu aðrir voru færðir til aðhlynningar til öryggis. Fólki í tæplega 2,5 kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.Neita frásögnum af sprenginguWashington Post segir hins vegar að ólíkum sögum fari af því hvað hafi gerst í verksmiðjunni fram að þessu. Upphaflega sagði fyrirtækið að neyðarstarfsmenn Harris-sýslu hafi greint því frá tveimur sprengingum og svörtum reyk frá verksmiðjunni. Aftur á móti segir slökkvilið sýslunnar að efnahvörf hefðu átt sér stað í verksmiðjunni og að reyk legði frá henni við og við og embættismaður sýslunnar fullyrti að miklar sprengingar hefðu ekki átt sér stað. Þess í stað hafi „hvellir“ heyrst frá verksmiðjunni. Arkema framleiðir lífærnt peroxíð. Þegar rafmagni sló út í flóðunum stöðvaðist kælikerfi verksmiðjunnar. Sprengihætta hefur skapast af því að efnin ofhitni. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Reykjarmökkurinn sem leggur frá skemmdri efnaverksmiðju nærri Houston getur verið „ótrúlega hættulegur“, að sögn yfirmanns Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA). Eldur logar í efnum í verksmiðjunni eftir að flóð af völdum Harvey skemmdu kælikerfi hennar. William Long, yfirmaður FEMA, lýstu verulegum áhyggjum af því að eiturský gæti lagt frá verksmiðjunni, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Forsvarsmenn Arkema, franska fyrirtækisins sem rekur verksmiðjuna, höfðu áður varað við að engin leið væri að koma í veg fyrir sprengingu í henni. Reuters-fréttastofan segir að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi sent neyðarstarfsmenn á staðinn. Lögreglumaður sem andaði að sér eiturgufum var fluttur á sjúkrahús og níu aðrir voru færðir til aðhlynningar til öryggis. Fólki í tæplega 2,5 kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.Neita frásögnum af sprenginguWashington Post segir hins vegar að ólíkum sögum fari af því hvað hafi gerst í verksmiðjunni fram að þessu. Upphaflega sagði fyrirtækið að neyðarstarfsmenn Harris-sýslu hafi greint því frá tveimur sprengingum og svörtum reyk frá verksmiðjunni. Aftur á móti segir slökkvilið sýslunnar að efnahvörf hefðu átt sér stað í verksmiðjunni og að reyk legði frá henni við og við og embættismaður sýslunnar fullyrti að miklar sprengingar hefðu ekki átt sér stað. Þess í stað hafi „hvellir“ heyrst frá verksmiðjunni. Arkema framleiðir lífærnt peroxíð. Þegar rafmagni sló út í flóðunum stöðvaðist kælikerfi verksmiðjunnar. Sprengihætta hefur skapast af því að efnin ofhitni.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47