Staðfestir að Abouyaaqoub hafi ekið bílnum Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2017 11:24 Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero segir að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Vísir/getty Lögregla á Spáni hefur staðfest að hinn 22 ára Younes Abouyaaqoub hafi verið sá sem ók hvíta sendiferðabílnum á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona á fimmtudag þar sem þrettán létu lífið. Abouyaaqoub er nú leitað alls staðar í Evrópu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að ekki sé talið útilokað að Abouyaaqoub hafi flúið yfir landamærin til Frakklands. Spænskir fjölmiðlar hafa birt nýjar myndir úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Abouyaaqoub flýja fótgangandi af vettvangi. Sést hann fara, klæddur sólgleraugum, í gegnum markaðinn La Boqueria frá Römblunni, ásamt öðrum sem eru að flýja frá vettvangi.Lögregla í Katalóníu hefur birt nýjar myndir af hinum 22 ára Younes Abouyaaqoub.Mossos d'EsuadraLögregla rannsakar nú hvort að Abouyaaqoub hafi stungið spænskan mann og stolið bíl hans um níutíu mínútum eftir árásina á Römblunni. Um tveimur tímum eftir árásina fannst hinn 34 ára Pau Pérez frá bænum Vila Franca látinn. Hann er því talinn vera sá fimmtándi sem lét lífið í hryðjuverkaárásinni. Alls fórust þrettán manns þegar bílnum var ekið niður Römbluna og þá fórst ein kona í árás í bænum Cambrils nokkrum tímum síðar. Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero sagði frá því í gær að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Fimm þeirra létu lífið í Cambrils, fjórir eru í haldi lögreglu og enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja manna sem fórust eftir að springing varð í húsi í bænum Alcanar, suður af Barcelona á miðvikudagskvöldið. Telur lögregla að húsið hafi verið notað sem sprengjuverksmiðja fyrir enn skæðari árás. Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57 Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Lögregla á Spáni hefur staðfest að hinn 22 ára Younes Abouyaaqoub hafi verið sá sem ók hvíta sendiferðabílnum á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona á fimmtudag þar sem þrettán létu lífið. Abouyaaqoub er nú leitað alls staðar í Evrópu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að ekki sé talið útilokað að Abouyaaqoub hafi flúið yfir landamærin til Frakklands. Spænskir fjölmiðlar hafa birt nýjar myndir úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Abouyaaqoub flýja fótgangandi af vettvangi. Sést hann fara, klæddur sólgleraugum, í gegnum markaðinn La Boqueria frá Römblunni, ásamt öðrum sem eru að flýja frá vettvangi.Lögregla í Katalóníu hefur birt nýjar myndir af hinum 22 ára Younes Abouyaaqoub.Mossos d'EsuadraLögregla rannsakar nú hvort að Abouyaaqoub hafi stungið spænskan mann og stolið bíl hans um níutíu mínútum eftir árásina á Römblunni. Um tveimur tímum eftir árásina fannst hinn 34 ára Pau Pérez frá bænum Vila Franca látinn. Hann er því talinn vera sá fimmtándi sem lét lífið í hryðjuverkaárásinni. Alls fórust þrettán manns þegar bílnum var ekið niður Römbluna og þá fórst ein kona í árás í bænum Cambrils nokkrum tímum síðar. Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero sagði frá því í gær að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Fimm þeirra létu lífið í Cambrils, fjórir eru í haldi lögreglu og enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja manna sem fórust eftir að springing varð í húsi í bænum Alcanar, suður af Barcelona á miðvikudagskvöldið. Telur lögregla að húsið hafi verið notað sem sprengjuverksmiðja fyrir enn skæðari árás.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57 Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57
Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00