Hótuðu að setja kynlífsmyndbönd á YouTube Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2017 15:01 Um algenga svikamyllu virðist vera að ræða en lögregla hefur varað við svikum sem þessum undanfarin misseri. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015. Lögreglumál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015.
Lögreglumál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira