Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:45 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. Af þeim hafa 63 verið með einkenni. Enn eru að koma upp einkenni hjá nýjum einstaklingum, aðrir eru á batavegi og enn aðrir eru orðnir einkennalausir. „Enginn er, eða hefur verið, alvarlega veikur þannig að til sjúkrahússinnlagnar hafi komið. Nú er beðið niðurstöðu rannsókna á sýnum sem þegar hafa verið send Landspítala á því um hvers eðlis umrædd veikindi eru. Fyrstu niðurstaðna er að vænta eftir miðjan dag í dag en líklegast er talið að um Noro veiru sé að ræða,” segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Rauði kross Íslands heldur utan um starfið í fjöldahjálparstöðinni ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem mun fylgja eftir þeim einstaklingum sem eru einkennalausir og geta farið. Þetta verður gert í samráði við skátahreyfinguna, en allt eru þetta skátar á samkomu þeirra og aðstandenda þeirra. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er við störf á Úlfljótsvatni en hluta húsnæðis skáta þar hefur verið lokað um sinn. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni. Hann telur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Þegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almennar áhyggur af ástandinu. Viðbragðsaðilar munu funda seinna í dag og skipuleggja næstu daga. Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. Af þeim hafa 63 verið með einkenni. Enn eru að koma upp einkenni hjá nýjum einstaklingum, aðrir eru á batavegi og enn aðrir eru orðnir einkennalausir. „Enginn er, eða hefur verið, alvarlega veikur þannig að til sjúkrahússinnlagnar hafi komið. Nú er beðið niðurstöðu rannsókna á sýnum sem þegar hafa verið send Landspítala á því um hvers eðlis umrædd veikindi eru. Fyrstu niðurstaðna er að vænta eftir miðjan dag í dag en líklegast er talið að um Noro veiru sé að ræða,” segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Rauði kross Íslands heldur utan um starfið í fjöldahjálparstöðinni ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem mun fylgja eftir þeim einstaklingum sem eru einkennalausir og geta farið. Þetta verður gert í samráði við skátahreyfinguna, en allt eru þetta skátar á samkomu þeirra og aðstandenda þeirra. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er við störf á Úlfljótsvatni en hluta húsnæðis skáta þar hefur verið lokað um sinn. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni. Hann telur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Þegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almennar áhyggur af ástandinu. Viðbragðsaðilar munu funda seinna í dag og skipuleggja næstu daga.
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29
Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36