Ólafur Þór: Betra liðið vann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:27 Ólafur stýrði Stjörnunni til sigurs í dag. Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30