Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 07:00 Eiríkur Stefánsson á sér magnaða endurkomusögu sem fjallað er um í nýjasta Ljósablaðinu. Getty/Luis Cano/Ljósablaðið/Hulda Margrét Í nýjasta Ljósablaðinu er athyglisvert viðtal við efnilegan knattspyrnumann sem fékk miklu stærra og erfiðara próf en flestir fá á táningsaldrinum. Ljósið gefur árlega út rit þar sem meðal annars er fjallað um starfsemi Ljóssins, viðtöl við þjónustuþega og fleira áhugavert. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Í blaðinu í ár er flott viðtal við hinn magnaða Eirík Stefánsson. Eiríkur fór á skömmum tíma frá því að vera efnilegur knattspyrnumaður í úrtakshópi landsliðsins yfir í að vera veikasti sjúklingurinn á gjörgæslu. Í viðtalinu ræðir Eiríkur það hvernig hann hefur sigrast á hvítblæði, bráðabrisbólgu og erfiðri dvöl í öndunarvél. Fréttin um Eirík Stefánsson úr Ljósablaðinu.Ljósablaðið Hann segir jafnframt að erfiðasta glíman hafi verið sú andlega; að detta úr takti við jafnaldrana og upplifa það að vera eftir á meðan lífið hélt áfram. Nýkominn í landsliðsúrtak Eiríkur var í tíunda bekk og búinn að vinna sér sæti í æfingahópi íslenska sextán ára landsliðsins þegar áfallið dundi yfir. Ekkert benti til þess að hann væri að verða alvarlega veikur, annað en dularfullt úthaldsleysi. „Ég fann í janúar á æfingum að þolið var orðið mun minna,“ sagði Eiríkur við Ljósblaðið. „Mér fannst það skrítið því hinir strákarnir voru léttir á því en ég var alveg á öndinni,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Eftir veikindi sem voru ranglega talin vera COVID eða eftirköst þess, fékk hann loks rétta greiningu: Hvítblæði. Það tók Eirík nokkurn tíma að meðtaka alvarleikann. Við tók langt og strangt ferli sem hann segir frá í viðtalinu. Ekki krabbameinið sjálft sem ógnaði mest lífi hans Eiríkur fór strax í lyfjagjöf en það var ekki krabbameinið sjálft sem ógnaði lífi hans mest á þessum tíma, heldur heiftarlegar aukaverkanir lyfjanna. Í júlí 2022 fékk hann bráða brisbólgu með drepi sem rakin var til ákveðins krabbameinslyfs. „Það var það erfiðasta við allt ferlið,“ segir Eiríkur en upp lifði hræðilega martröð með fjöllíffærabilum þar sem æðakerfið gaf sig og vökvi safnaðist fyrir í lungum. Eftir eina af mörgum svæfingum reyndist erfitt að vekja hann vegna öndunarörðugleika og því var ákveðið að halda honum sofandi í öndunarvél í rúmlega tvær vikur. Ástandið var tvísýnt um tíma og lá Eiríkur inni á gjörgæslu í þrjátíu daga. Foreldrar hans véku ekki frá honum allan þennan tíma og sváfu þau til skiptis í stól við hlið hans. „Mér var síðar sagt að ég hefði verið veikasti sjúklingurinn á gjörgæslunni á þessum tíma,“ sagði Eiríkur. Var bara alveg á botninum „Erfiðasta í þessu öllu var andlega heilsan,“ sagði Eiríkur og hikar áður en hann heldur áfram. „Maður var bara alveg á botninum. Rosa lengi.“ Hann lýsir því líka hvernig samfélagsmiðlar gerðu illt verra. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér. Krabbamein Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Ljósið gefur árlega út rit þar sem meðal annars er fjallað um starfsemi Ljóssins, viðtöl við þjónustuþega og fleira áhugavert. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Í blaðinu í ár er flott viðtal við hinn magnaða Eirík Stefánsson. Eiríkur fór á skömmum tíma frá því að vera efnilegur knattspyrnumaður í úrtakshópi landsliðsins yfir í að vera veikasti sjúklingurinn á gjörgæslu. Í viðtalinu ræðir Eiríkur það hvernig hann hefur sigrast á hvítblæði, bráðabrisbólgu og erfiðri dvöl í öndunarvél. Fréttin um Eirík Stefánsson úr Ljósablaðinu.Ljósablaðið Hann segir jafnframt að erfiðasta glíman hafi verið sú andlega; að detta úr takti við jafnaldrana og upplifa það að vera eftir á meðan lífið hélt áfram. Nýkominn í landsliðsúrtak Eiríkur var í tíunda bekk og búinn að vinna sér sæti í æfingahópi íslenska sextán ára landsliðsins þegar áfallið dundi yfir. Ekkert benti til þess að hann væri að verða alvarlega veikur, annað en dularfullt úthaldsleysi. „Ég fann í janúar á æfingum að þolið var orðið mun minna,“ sagði Eiríkur við Ljósblaðið. „Mér fannst það skrítið því hinir strákarnir voru léttir á því en ég var alveg á öndinni,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Eftir veikindi sem voru ranglega talin vera COVID eða eftirköst þess, fékk hann loks rétta greiningu: Hvítblæði. Það tók Eirík nokkurn tíma að meðtaka alvarleikann. Við tók langt og strangt ferli sem hann segir frá í viðtalinu. Ekki krabbameinið sjálft sem ógnaði mest lífi hans Eiríkur fór strax í lyfjagjöf en það var ekki krabbameinið sjálft sem ógnaði lífi hans mest á þessum tíma, heldur heiftarlegar aukaverkanir lyfjanna. Í júlí 2022 fékk hann bráða brisbólgu með drepi sem rakin var til ákveðins krabbameinslyfs. „Það var það erfiðasta við allt ferlið,“ segir Eiríkur en upp lifði hræðilega martröð með fjöllíffærabilum þar sem æðakerfið gaf sig og vökvi safnaðist fyrir í lungum. Eftir eina af mörgum svæfingum reyndist erfitt að vekja hann vegna öndunarörðugleika og því var ákveðið að halda honum sofandi í öndunarvél í rúmlega tvær vikur. Ástandið var tvísýnt um tíma og lá Eiríkur inni á gjörgæslu í þrjátíu daga. Foreldrar hans véku ekki frá honum allan þennan tíma og sváfu þau til skiptis í stól við hlið hans. „Mér var síðar sagt að ég hefði verið veikasti sjúklingurinn á gjörgæslunni á þessum tíma,“ sagði Eiríkur. Var bara alveg á botninum „Erfiðasta í þessu öllu var andlega heilsan,“ sagði Eiríkur og hikar áður en hann heldur áfram. „Maður var bara alveg á botninum. Rosa lengi.“ Hann lýsir því líka hvernig samfélagsmiðlar gerðu illt verra. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér.
Krabbamein Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira