Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 11:30 Erfitt er að endurvinna einnota kaffihylki. Þau eru gjarnan úr blöndu áls og plasts og í þeim er oft lífrænn úrgangur. Vísir/AFP Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð. Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð.
Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56