Ástandið á Flúðum unga fólkinu að kenna Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. ágúst 2017 20:38 Ölvun og fíkniefnaneysla var áberandi meðal gesta og hafði lögregla allnokkur afskipti af ósjálfbjarga einstaklingum sem og einstaklingum í annarlegu ástandi. Vísir/Jóhann K. Mikið annríki hefur verið hjá lögreglu á Suðurlandi um helgina en ástandið hefur verið einna verst á tjaldsvæðinu á Flúðum. Fjöldi fíkniefna- og ofbeldismála hafa komið upp síðustu daga og þá blasti gríðarlegt rusl við mönnum á öðru tjaldsvæðinu í dag. Lögreglumenn hafa ítrekað þurft að stilla til friðar og fyrirbyggja að upp úr sjóði milli gesta og þá þykir mildi að ekki fór verr þegar eldur kom upp í hjólhýsi á tjaldsvæðinu. Hreinsun og gæsla á svæðinu um helgina hefur verið harðlega gagnrýnd. „Þegar maður kemur á þessa hlið, þar er allt í rugli. Ef þú ferð hjá kamrinum þá var fólk liggjandi þarna ælandi,“ segir Ragnar Þór Axelsson, gestur á tjaldsvæðinu. Hann segist einnig hafa orðið var við ofbeldi um helgina. „Ég varð var við að manneskja datt á tjaldið mitt. Og þegar ég labbaði þarna út þá voru bara einhver hópslagsmál í gangi.“ Ragnar segir gæslu á svæðinu þó hafa verið mjög góða.Gunnlaugur Karlsson, stjórnarmaður í félagi um tjaldsvæðið.Skjáskot/Stöð 2Einkennilegt að ungt fólk geti ekki komið saman án þess að þurfi að kalla á sérsveitinaGunnlaugur Karlsson, stjórnarmaður í félagi um tjaldsvæðið, segir gæsluna einnig hafa verið mjög góða en alltaf megi gera betur. „Þarna eru fjöldi unglinga eða ungt fólk á svæðinu, alla jafna leyfum við ekki ungt fólk hér á tjaldstæðinu, við erum með 23 ára aldurstakmark, en utan þessa einu helgi erum við með það á sérsvæði. En það er álitamál hversu skynsamlegt það er og eins er líka einkennilegt að ungt fólk geti ekki komið saman án þess að það þurfi liggur við að kalla á sérsveitina.“ Gunnlaugur segir mest um barnafólk á ákveðnum hluta tjaldstæðisins en ungt fólk haldi til á öðrum hluta þess. Þar hafi því miður komið upp leiðinleg mál nú yfir helgina. Aðspurður hvor bæta eigi við gæslu þessa einu nótt sem eftir er af verslunarmannahelginni segist Gunnlaugur tilbúinn í slaginn. „Við erum mjög vel mönnuð fyrir það. Þetta á ekki að vera neitt vandamál,“ en töluvert hefur fækkað á tjaldsvæðinu í dag.Mildi að ekki fór verr þegar eldur kom upp í hjólhýsi Þá þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar eldur kom upp í tengikassa og náði út í hjólhýsi sem stóð þar nærri. „Okkur var svolítið brugðið, skiljanlega, en þetta var ekki endirinn á fríinu sem við höfðum planaðan,“ segir Birgir Bjarnfinnsson, eigandi hjólhýsisins sem um ræðir. Hann segir nágranna hafa byrjað að slökkva eldinn með handklæðum, byrjað að hrópa og berja hjólhýsið að utan.Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi.Skjáskot/Stöð 2En hvernig varð ykkur við þegar þið sáuð aðstæður?„Þetta var ekkert heillandi. Þetta leit ekki mjög vel út og svo tók það okkur töluverðan tíma að komast hér í rafmagnskassa til að slá út rafmagnið til að tryggja öryggi. En það hafðist á endanum með góðri hjálp.“Talsvert fækkað eftir líkamsárásir og fíkniefnamál Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi, hefur verið við störf á svæðinu um helgina.Hefur ástandið verið jafn slæmt og því er lýst?„Já, það var auðvitað erill hér síðastliðna nótt og undir morgun. Gríðarlega margt hér á tjaldsvæðunum og mikil ölvun. Það fylgir því auðvitað alls konar verkefni hjá lögreglu en það hefur fækkað talsvert hér í dag og mér sýnist þetta allt fara vel af stað þetta kvöldið,“ segir Grímur.Hver eru alvarlegustu málin sem komið hafa upp um helgina?„Það hafa komið hér upp nokkur líkamsárásarmál og talsvert af fíkniefnamálum. Það er auðvitað ekki gott þegar við erum að tala um líkamsárásir.“ Þá nefnir Grímur eitt umfangsmikið fíkniefnamál en þar er talið að um hafi verið að ræða skammta ætlaða til sölu og dreifingar á svæðinu. Hann segir enn fremur gæslu ekki hafa verið ábótavant, á svæðinu hafi verið talsvert meira af ungu fólki en búist var við. Tengdar fréttir Fíkniefnamál á Flúðum Lögreglan þurfti að hafa hendur í hári fjölda ökumanna á Suðurlandi í nótt. 5. ágúst 2017 10:17 Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna á Suðurlandi Mikið var um ölvun og notkun annarra vímuefna í gærkvöldi og í nótt samkvæmt Lögreglunni á Suðurlandi. Fjórir einstaklingar gistu fangageymslur lögreglu. 6. ágúst 2017 09:12 Eldur kom upp í rafmagnstöflu á hjólhýsasvæði á Flúðum í nótt Vegfarandi sem átti leið um varð var við eldinn og sótti hann slökkvitæki og slökkti eldinn. 6. ágúst 2017 11:41 Látunum að linna á Flúðum Ölvun og fíkniefnaneysla var áberandi meðal gesta. 6. ágúst 2017 15:34 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Mikið annríki hefur verið hjá lögreglu á Suðurlandi um helgina en ástandið hefur verið einna verst á tjaldsvæðinu á Flúðum. Fjöldi fíkniefna- og ofbeldismála hafa komið upp síðustu daga og þá blasti gríðarlegt rusl við mönnum á öðru tjaldsvæðinu í dag. Lögreglumenn hafa ítrekað þurft að stilla til friðar og fyrirbyggja að upp úr sjóði milli gesta og þá þykir mildi að ekki fór verr þegar eldur kom upp í hjólhýsi á tjaldsvæðinu. Hreinsun og gæsla á svæðinu um helgina hefur verið harðlega gagnrýnd. „Þegar maður kemur á þessa hlið, þar er allt í rugli. Ef þú ferð hjá kamrinum þá var fólk liggjandi þarna ælandi,“ segir Ragnar Þór Axelsson, gestur á tjaldsvæðinu. Hann segist einnig hafa orðið var við ofbeldi um helgina. „Ég varð var við að manneskja datt á tjaldið mitt. Og þegar ég labbaði þarna út þá voru bara einhver hópslagsmál í gangi.“ Ragnar segir gæslu á svæðinu þó hafa verið mjög góða.Gunnlaugur Karlsson, stjórnarmaður í félagi um tjaldsvæðið.Skjáskot/Stöð 2Einkennilegt að ungt fólk geti ekki komið saman án þess að þurfi að kalla á sérsveitinaGunnlaugur Karlsson, stjórnarmaður í félagi um tjaldsvæðið, segir gæsluna einnig hafa verið mjög góða en alltaf megi gera betur. „Þarna eru fjöldi unglinga eða ungt fólk á svæðinu, alla jafna leyfum við ekki ungt fólk hér á tjaldstæðinu, við erum með 23 ára aldurstakmark, en utan þessa einu helgi erum við með það á sérsvæði. En það er álitamál hversu skynsamlegt það er og eins er líka einkennilegt að ungt fólk geti ekki komið saman án þess að það þurfi liggur við að kalla á sérsveitina.“ Gunnlaugur segir mest um barnafólk á ákveðnum hluta tjaldstæðisins en ungt fólk haldi til á öðrum hluta þess. Þar hafi því miður komið upp leiðinleg mál nú yfir helgina. Aðspurður hvor bæta eigi við gæslu þessa einu nótt sem eftir er af verslunarmannahelginni segist Gunnlaugur tilbúinn í slaginn. „Við erum mjög vel mönnuð fyrir það. Þetta á ekki að vera neitt vandamál,“ en töluvert hefur fækkað á tjaldsvæðinu í dag.Mildi að ekki fór verr þegar eldur kom upp í hjólhýsi Þá þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar eldur kom upp í tengikassa og náði út í hjólhýsi sem stóð þar nærri. „Okkur var svolítið brugðið, skiljanlega, en þetta var ekki endirinn á fríinu sem við höfðum planaðan,“ segir Birgir Bjarnfinnsson, eigandi hjólhýsisins sem um ræðir. Hann segir nágranna hafa byrjað að slökkva eldinn með handklæðum, byrjað að hrópa og berja hjólhýsið að utan.Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi.Skjáskot/Stöð 2En hvernig varð ykkur við þegar þið sáuð aðstæður?„Þetta var ekkert heillandi. Þetta leit ekki mjög vel út og svo tók það okkur töluverðan tíma að komast hér í rafmagnskassa til að slá út rafmagnið til að tryggja öryggi. En það hafðist á endanum með góðri hjálp.“Talsvert fækkað eftir líkamsárásir og fíkniefnamál Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi, hefur verið við störf á svæðinu um helgina.Hefur ástandið verið jafn slæmt og því er lýst?„Já, það var auðvitað erill hér síðastliðna nótt og undir morgun. Gríðarlega margt hér á tjaldsvæðunum og mikil ölvun. Það fylgir því auðvitað alls konar verkefni hjá lögreglu en það hefur fækkað talsvert hér í dag og mér sýnist þetta allt fara vel af stað þetta kvöldið,“ segir Grímur.Hver eru alvarlegustu málin sem komið hafa upp um helgina?„Það hafa komið hér upp nokkur líkamsárásarmál og talsvert af fíkniefnamálum. Það er auðvitað ekki gott þegar við erum að tala um líkamsárásir.“ Þá nefnir Grímur eitt umfangsmikið fíkniefnamál en þar er talið að um hafi verið að ræða skammta ætlaða til sölu og dreifingar á svæðinu. Hann segir enn fremur gæslu ekki hafa verið ábótavant, á svæðinu hafi verið talsvert meira af ungu fólki en búist var við.
Tengdar fréttir Fíkniefnamál á Flúðum Lögreglan þurfti að hafa hendur í hári fjölda ökumanna á Suðurlandi í nótt. 5. ágúst 2017 10:17 Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna á Suðurlandi Mikið var um ölvun og notkun annarra vímuefna í gærkvöldi og í nótt samkvæmt Lögreglunni á Suðurlandi. Fjórir einstaklingar gistu fangageymslur lögreglu. 6. ágúst 2017 09:12 Eldur kom upp í rafmagnstöflu á hjólhýsasvæði á Flúðum í nótt Vegfarandi sem átti leið um varð var við eldinn og sótti hann slökkvitæki og slökkti eldinn. 6. ágúst 2017 11:41 Látunum að linna á Flúðum Ölvun og fíkniefnaneysla var áberandi meðal gesta. 6. ágúst 2017 15:34 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Fíkniefnamál á Flúðum Lögreglan þurfti að hafa hendur í hári fjölda ökumanna á Suðurlandi í nótt. 5. ágúst 2017 10:17
Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna á Suðurlandi Mikið var um ölvun og notkun annarra vímuefna í gærkvöldi og í nótt samkvæmt Lögreglunni á Suðurlandi. Fjórir einstaklingar gistu fangageymslur lögreglu. 6. ágúst 2017 09:12
Eldur kom upp í rafmagnstöflu á hjólhýsasvæði á Flúðum í nótt Vegfarandi sem átti leið um varð var við eldinn og sótti hann slökkvitæki og slökkti eldinn. 6. ágúst 2017 11:41