Undirbýr sig fyrir Domino´s deildina með því að spila við NBA-stórstjörnur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 13:30 Antonio Hester. Vísir/Anton Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester mætir aftur í Domino´s deildina í körfubolta í haust þar sem hann ætlar að taka annað tímabil með Tindastól. Hann undirbýr sig að kappi fyrir átökin á Íslandi. Antonio Hester hefur að undanförnu spilað körfubolta á móti góðum leikmönnum í Miami Pro deildinni í Bandaríkjunum. Þar fékk hann að mæta sig á móti NBA-stjörnum eins og James Harden og John Wall en báðir eru þeir lykilmenn í sínum NBA-liðum og tveir af áhugaverðari leikmönnum NBA-deildarinnar. „Þetta var frábær upplifun og ég lærði margt um sjálfan mig og hvar minn leikur stendur,“ sagði Antonio Hester í viðtali við karfan.is sem kannaði stöðuna á kappanum. James Harden, sem er 27 ára gamall og leikur með Houston Rockets, var annar í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 29,1 stig, 11,2 fráköst og 8,1 frákast að meðaltali í leik. John Wall, sem er 26 ára gamall og leikur með Washington Wizards, var sjöundi í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 23,1 stig, 10,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Antonio Hester, sem er fæddur árið 1990 eða sama ár og Wall og einu ári á eftir Harden, var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Hester segist mjög spenntur fyrir því að koma aftur í Skagafjörðinn og að Tindastóll eigi góða möguleika á að vinna titilinn á komandi tímabili. Til þess þurfi þeir þó að standa saman sem lið og halda einbeitingu í gegnum tímabilið. Enn frekar að þeir verði að standa saman og trúa á hvorn annan,“ segir í fréttinni um Hester á heimasíðu karfan.is. Last night was "MAD LIT" ya heard! Had the opportunity to guard MVP runner up @jharden13 and All-Star @johnwall!!!! By far the toughest matchups this summer.... but once again I took the matchup like a man and got the W #HoopersDream #BodyInTheTrunk @hoopersdream #BigHess #MiamiPro #ThisIsMIAMIPRO photocred: @slrkns A post shared by Antonio Hester (@official_big_hess_) on Aug 2, 2017 at 5:01pm PDT Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester mætir aftur í Domino´s deildina í körfubolta í haust þar sem hann ætlar að taka annað tímabil með Tindastól. Hann undirbýr sig að kappi fyrir átökin á Íslandi. Antonio Hester hefur að undanförnu spilað körfubolta á móti góðum leikmönnum í Miami Pro deildinni í Bandaríkjunum. Þar fékk hann að mæta sig á móti NBA-stjörnum eins og James Harden og John Wall en báðir eru þeir lykilmenn í sínum NBA-liðum og tveir af áhugaverðari leikmönnum NBA-deildarinnar. „Þetta var frábær upplifun og ég lærði margt um sjálfan mig og hvar minn leikur stendur,“ sagði Antonio Hester í viðtali við karfan.is sem kannaði stöðuna á kappanum. James Harden, sem er 27 ára gamall og leikur með Houston Rockets, var annar í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 29,1 stig, 11,2 fráköst og 8,1 frákast að meðaltali í leik. John Wall, sem er 26 ára gamall og leikur með Washington Wizards, var sjöundi í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 23,1 stig, 10,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Antonio Hester, sem er fæddur árið 1990 eða sama ár og Wall og einu ári á eftir Harden, var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Hester segist mjög spenntur fyrir því að koma aftur í Skagafjörðinn og að Tindastóll eigi góða möguleika á að vinna titilinn á komandi tímabili. Til þess þurfi þeir þó að standa saman sem lið og halda einbeitingu í gegnum tímabilið. Enn frekar að þeir verði að standa saman og trúa á hvorn annan,“ segir í fréttinni um Hester á heimasíðu karfan.is. Last night was "MAD LIT" ya heard! Had the opportunity to guard MVP runner up @jharden13 and All-Star @johnwall!!!! By far the toughest matchups this summer.... but once again I took the matchup like a man and got the W #HoopersDream #BodyInTheTrunk @hoopersdream #BigHess #MiamiPro #ThisIsMIAMIPRO photocred: @slrkns A post shared by Antonio Hester (@official_big_hess_) on Aug 2, 2017 at 5:01pm PDT
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira