Möguleikarnir á að forðast hættulega hlýnun hverfandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 22:27 Menn valda nú hröðum breytingum á loftslagi jarðarinnar með ófyrirséðum afleiðingum. Vísir/Getty Nær engar líkur eru á að þjóðum heims takist að halda hlýnun jarðar innan við þær tvær gráður sem miðað hefur við sem mörk hættulegrar hlýnunar. Ný rannsókn bendir til þess að aðeins 5% líkur séu á að menn nái því markmiði. Í Parísarsamkomulaginu er kveðið á um að aðildarríkin reyni að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Síðarnefnda og metnaðarfyllra markmiðið var sett inn að ósk eyríkja í Kyrrahafi sem eru að sökkva í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna benda þó til þess að nær útilokað sé að menn nái 2°C-markmiðinu, hvað þá 1,5°C, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Líklega búin að losa nóg til að fara yfir 1,5°CÍ annarri rannsókninni mátu vísindamenn við Washington- og Kaliforníuháskóla tölfræðilegar líkur á hlýnun fyrir árið 2100 út frá þremur sviðsmyndum um þróun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þar var meðal annars litið til fólksfjöldaþróunar og efnahagsumsvifa. Samkvæmt henni er líklegast að hlýnunin verði 3,2°C. Aðeins 5% líkur séu á að hægt verði að takmarka hana við 2°C og aðeins 1% líkur á að hún verði innan við 1,5°C.Menn hafa líklega losað nægilega mikið af gróðurhúsalofttegundum nú þegar til að gera framtíð Kyrrahafseyja tvísýna.Vísir/GettyÍ hinni rannsókninni sem birtist einnig í dag könnuðu vísindamenn hversu mikla hlýnun menn geta átt von á miðað við hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum þeir hafa þegar losað út í lofthjúp jarðar. Það tekur áhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum nokkra áratugi að koma að fullu fram í hitastigi við yfirborð jarðar. Ástæðan er sú að höfin drekka í sig stærstan hluta hlýnunarinnar en þau hafa mikila getu til að taka við hita og seinka því að lofthjúpurinn hlýni. Því mun hlýnun jarðar halda áfram um áratugaskeið eftir að drepið hefur verið á síðustu bensínvélinni og slökkt hefur verið á ofnum síðasta kolaorkuversins. Niðurstaða Thorstens Mauritsen við Max Planc-veðurfræðistofnunina í Þýskalandi og Robert Pincus við Háskólann í Koloradó er að menn hafi líklega þegar dælt nægilega miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið að 1,5°C hlýnun sé óumflýjanleg í framtíðinni jafnvel þó að losun yrði hætt strax.Ekki öll nótt úti ennWashington Post bendir á að þó að þessir útreikningar geti valdið svartsýni á að mönnum takist að koma böndum á loftslagsvandann þá sé ekki öll von úti. Þó að ekki takist að ná markmiðunum um 1,5-2°C hlýnun þá sé enn mögulega að halda henni innan við 2,5°C með samhæfðum aðgerðum. Takist mönnum að þróa tækni til að fjarlægja koltvísýring úr andrúmslofti á næstu áratugum gæti enn frekari árangur náðst í þá átt. „Minna en 2°C hlýnun er ólíkleg ef við reynum ekki. Ég er einn þeirra sem telja 2°C hlýnun ekki líklega hvort sem er en ef við reynum þá er að minnsta kosti möguleiki á að við höldum okkur innan við 2°C,“ segir Glen Peters, sérfræðingur í loftslagsstefnu við Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunina í Osló við blaðið. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur í Portúgal þar sem tugir létust í skógareldum í síðasta mánuði tífalt líklegri en ella. Vísindamenn segja að hitabylgjan í vestanverðri Evrópu hafi borið sterk merki loftslagsbreytinga. 5. júlí 2017 21:20 Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kolefniskvótinn sem menn þurfa að halda sig innan til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga gæti svo gott sem klárast á næstu þremur árum. Sérfræðingar vara við að lönd heims þurfi að byrja að minnka losunina strax. 29. júní 2017 16:00 Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Gervihnattamælingar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri eftir að vísindamenn leiðréttu fyrir skekkjum í þeim. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi bent á mun á gervihnattamælingum og yfirborðsmælingum til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu 19 árin. 4. júlí 2017 21:15 Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins. 25. júlí 2017 13:54 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Nær engar líkur eru á að þjóðum heims takist að halda hlýnun jarðar innan við þær tvær gráður sem miðað hefur við sem mörk hættulegrar hlýnunar. Ný rannsókn bendir til þess að aðeins 5% líkur séu á að menn nái því markmiði. Í Parísarsamkomulaginu er kveðið á um að aðildarríkin reyni að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Síðarnefnda og metnaðarfyllra markmiðið var sett inn að ósk eyríkja í Kyrrahafi sem eru að sökkva í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna benda þó til þess að nær útilokað sé að menn nái 2°C-markmiðinu, hvað þá 1,5°C, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Líklega búin að losa nóg til að fara yfir 1,5°CÍ annarri rannsókninni mátu vísindamenn við Washington- og Kaliforníuháskóla tölfræðilegar líkur á hlýnun fyrir árið 2100 út frá þremur sviðsmyndum um þróun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þar var meðal annars litið til fólksfjöldaþróunar og efnahagsumsvifa. Samkvæmt henni er líklegast að hlýnunin verði 3,2°C. Aðeins 5% líkur séu á að hægt verði að takmarka hana við 2°C og aðeins 1% líkur á að hún verði innan við 1,5°C.Menn hafa líklega losað nægilega mikið af gróðurhúsalofttegundum nú þegar til að gera framtíð Kyrrahafseyja tvísýna.Vísir/GettyÍ hinni rannsókninni sem birtist einnig í dag könnuðu vísindamenn hversu mikla hlýnun menn geta átt von á miðað við hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum þeir hafa þegar losað út í lofthjúp jarðar. Það tekur áhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum nokkra áratugi að koma að fullu fram í hitastigi við yfirborð jarðar. Ástæðan er sú að höfin drekka í sig stærstan hluta hlýnunarinnar en þau hafa mikila getu til að taka við hita og seinka því að lofthjúpurinn hlýni. Því mun hlýnun jarðar halda áfram um áratugaskeið eftir að drepið hefur verið á síðustu bensínvélinni og slökkt hefur verið á ofnum síðasta kolaorkuversins. Niðurstaða Thorstens Mauritsen við Max Planc-veðurfræðistofnunina í Þýskalandi og Robert Pincus við Háskólann í Koloradó er að menn hafi líklega þegar dælt nægilega miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið að 1,5°C hlýnun sé óumflýjanleg í framtíðinni jafnvel þó að losun yrði hætt strax.Ekki öll nótt úti ennWashington Post bendir á að þó að þessir útreikningar geti valdið svartsýni á að mönnum takist að koma böndum á loftslagsvandann þá sé ekki öll von úti. Þó að ekki takist að ná markmiðunum um 1,5-2°C hlýnun þá sé enn mögulega að halda henni innan við 2,5°C með samhæfðum aðgerðum. Takist mönnum að þróa tækni til að fjarlægja koltvísýring úr andrúmslofti á næstu áratugum gæti enn frekari árangur náðst í þá átt. „Minna en 2°C hlýnun er ólíkleg ef við reynum ekki. Ég er einn þeirra sem telja 2°C hlýnun ekki líklega hvort sem er en ef við reynum þá er að minnsta kosti möguleiki á að við höldum okkur innan við 2°C,“ segir Glen Peters, sérfræðingur í loftslagsstefnu við Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunina í Osló við blaðið.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur í Portúgal þar sem tugir létust í skógareldum í síðasta mánuði tífalt líklegri en ella. Vísindamenn segja að hitabylgjan í vestanverðri Evrópu hafi borið sterk merki loftslagsbreytinga. 5. júlí 2017 21:20 Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kolefniskvótinn sem menn þurfa að halda sig innan til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga gæti svo gott sem klárast á næstu þremur árum. Sérfræðingar vara við að lönd heims þurfi að byrja að minnka losunina strax. 29. júní 2017 16:00 Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Gervihnattamælingar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri eftir að vísindamenn leiðréttu fyrir skekkjum í þeim. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi bent á mun á gervihnattamælingum og yfirborðsmælingum til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu 19 árin. 4. júlí 2017 21:15 Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins. 25. júlí 2017 13:54 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur í Portúgal þar sem tugir létust í skógareldum í síðasta mánuði tífalt líklegri en ella. Vísindamenn segja að hitabylgjan í vestanverðri Evrópu hafi borið sterk merki loftslagsbreytinga. 5. júlí 2017 21:20
Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kolefniskvótinn sem menn þurfa að halda sig innan til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga gæti svo gott sem klárast á næstu þremur árum. Sérfræðingar vara við að lönd heims þurfi að byrja að minnka losunina strax. 29. júní 2017 16:00
Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Gervihnattamælingar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri eftir að vísindamenn leiðréttu fyrir skekkjum í þeim. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi bent á mun á gervihnattamælingum og yfirborðsmælingum til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu 19 árin. 4. júlí 2017 21:15
Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins. 25. júlí 2017 13:54