Sara Björk stendur nú ein eftir Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir talar hér við fjölskyldu og vini sína í stúkunni eftir leikinn á móti Frakklandi. Hún setti met í þessum leik. Vísir/Vilhelm Þegar að flautað var til leiksloka hjá stelpunum okkar á móti Frakklandi í Tilburg í fyrrakvöld stóð fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir uppi sem eini íslenski leikmaðurinn frá upphafi sem hefur spilað alla leiki kvennalandsliðsins á stórmóti. Sara hefur enn fremur byrjað alla átta leiki liðsins á stórmótum frá því fyrst var spilað við Frakkland á EM 2009. Sara og herbergisfélagi hennar, Rakel Hönnudóttir, voru þær einu í hópnum sem höfðu komið við sögu í öllum leikjum kvennalandsliðsins á stórmótum. Rakel kom inn á sem varamaður í öllum leikjunum í Finnlandi árið 2009 og spilaði í heildina 46 mínútur en Sara Björk, sem var þá 18 ára, byrjaði alla leikina. Rakel var komin í mun stærra hlutverk á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og komst í átta liða úrslitin áður en það féll úr leik með 4-0 tapi fyrir Svíþjóð. Rakel spilaði hverja einustu mínútu á því móti og á nú 406 mínútur að baki fyrir landsliðið á stórmóti. Hún er í níunda sæti á listanum yfir flestar mínútur spilaðar en Rakel er að jafna sig á meiðslum og var því ekki notuð á móti Frakklandi. Sara Björk komst í efsta sætið yfir flestar mínútur spilaðar á stórmóti eftir að spila allan leikinn á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Hún hefur í heildina spilað 675 mínútur og fór upp fyrir fyrrverandi fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur í Tilburg. Sara var tekin út af einu sinni á EM 2009 og einu sinni á EM 2013 en hefur annars alltaf spilað 90 mínútur.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Frökkum á EM 2009.Vísir/AFPNýliði verður leiðtogi Hafnfirðingurinn var efnilegur nýliði á stórmóti, aðeins 18 ára, þegar hún spilaði fyrst fyrir Ísland á stórmóti en er núna fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess. Hún stendur fremst íslenskra knattspyrnukvenna en hún spilar fyrir WfL Wolfsburg sem er eitt besta lið í heimi og þá var hún tilnefnd á meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu fyrr á árinu. Svona met er þó eitthvað sem hún er lítið að spá í: „Það nefndi þetta einhver við mig eftir leikinn í gær og ég sagði Söru frá þessu. Hún var bara „Ha?“ Við erum ekkert að pæla í þessu,“ sagði Rakel Hönnudóttir við Fréttablaðið á æfingu liðsins í gær. Söru fannst tilfinningin eftir leikinn á móti Frakklandi núna en fyrir átta árum allt önnur: „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara Björk.Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmFlestir leikir fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 8 2. Dóra María Lárusdóttir 7 2. Katrín Jónsdóttir 7 2. Margrét Lára Viðarsdóttir 7 2. Rakel Hönnudóttir 7 6. Fanndís Friðriksdóttir 6 6. Guðbjörg Gunnarsdóttir 6 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 6 6. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 6 10. Dagný Brynjarsdóttir 5 10. Hallbera Guðný Gísladóttir 5 10. Harpa Þorsteinsdóttir 5 10. Sif Atladóttir 5 14. Glódís Perla Viggósdóttir 4 14. Katrín Ómarsdóttir 4Flestar mínútur spilaðar fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 675 2. Katrín Jónsdóttir 621 3. Dóra María Lárusdóttir 611 4. Margrét Lára Viðarsdóttir 590 5. Guðbjörg Gunnarsdóttir 540 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 520 7. Hallbera Guðný Gísladóttir 450 8. Sif Atladóttir 422 9. Rakel Hönnudóttir 406 10. Dagný Brynjarsdóttir 397 11. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 394 12. Fanndís Friðriksdóttir 299 13. Edda Garðarsdóttir 270 13. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 270 15. Glódís Perla Viggósdóttir 217 EM 2017 í Hollandi Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Þegar að flautað var til leiksloka hjá stelpunum okkar á móti Frakklandi í Tilburg í fyrrakvöld stóð fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir uppi sem eini íslenski leikmaðurinn frá upphafi sem hefur spilað alla leiki kvennalandsliðsins á stórmóti. Sara hefur enn fremur byrjað alla átta leiki liðsins á stórmótum frá því fyrst var spilað við Frakkland á EM 2009. Sara og herbergisfélagi hennar, Rakel Hönnudóttir, voru þær einu í hópnum sem höfðu komið við sögu í öllum leikjum kvennalandsliðsins á stórmótum. Rakel kom inn á sem varamaður í öllum leikjunum í Finnlandi árið 2009 og spilaði í heildina 46 mínútur en Sara Björk, sem var þá 18 ára, byrjaði alla leikina. Rakel var komin í mun stærra hlutverk á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og komst í átta liða úrslitin áður en það féll úr leik með 4-0 tapi fyrir Svíþjóð. Rakel spilaði hverja einustu mínútu á því móti og á nú 406 mínútur að baki fyrir landsliðið á stórmóti. Hún er í níunda sæti á listanum yfir flestar mínútur spilaðar en Rakel er að jafna sig á meiðslum og var því ekki notuð á móti Frakklandi. Sara Björk komst í efsta sætið yfir flestar mínútur spilaðar á stórmóti eftir að spila allan leikinn á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Hún hefur í heildina spilað 675 mínútur og fór upp fyrir fyrrverandi fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur í Tilburg. Sara var tekin út af einu sinni á EM 2009 og einu sinni á EM 2013 en hefur annars alltaf spilað 90 mínútur.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Frökkum á EM 2009.Vísir/AFPNýliði verður leiðtogi Hafnfirðingurinn var efnilegur nýliði á stórmóti, aðeins 18 ára, þegar hún spilaði fyrst fyrir Ísland á stórmóti en er núna fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess. Hún stendur fremst íslenskra knattspyrnukvenna en hún spilar fyrir WfL Wolfsburg sem er eitt besta lið í heimi og þá var hún tilnefnd á meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu fyrr á árinu. Svona met er þó eitthvað sem hún er lítið að spá í: „Það nefndi þetta einhver við mig eftir leikinn í gær og ég sagði Söru frá þessu. Hún var bara „Ha?“ Við erum ekkert að pæla í þessu,“ sagði Rakel Hönnudóttir við Fréttablaðið á æfingu liðsins í gær. Söru fannst tilfinningin eftir leikinn á móti Frakklandi núna en fyrir átta árum allt önnur: „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara Björk.Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmFlestir leikir fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 8 2. Dóra María Lárusdóttir 7 2. Katrín Jónsdóttir 7 2. Margrét Lára Viðarsdóttir 7 2. Rakel Hönnudóttir 7 6. Fanndís Friðriksdóttir 6 6. Guðbjörg Gunnarsdóttir 6 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 6 6. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 6 10. Dagný Brynjarsdóttir 5 10. Hallbera Guðný Gísladóttir 5 10. Harpa Þorsteinsdóttir 5 10. Sif Atladóttir 5 14. Glódís Perla Viggósdóttir 4 14. Katrín Ómarsdóttir 4Flestar mínútur spilaðar fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 675 2. Katrín Jónsdóttir 621 3. Dóra María Lárusdóttir 611 4. Margrét Lára Viðarsdóttir 590 5. Guðbjörg Gunnarsdóttir 540 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 520 7. Hallbera Guðný Gísladóttir 450 8. Sif Atladóttir 422 9. Rakel Hönnudóttir 406 10. Dagný Brynjarsdóttir 397 11. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 394 12. Fanndís Friðriksdóttir 299 13. Edda Garðarsdóttir 270 13. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 270 15. Glódís Perla Viggósdóttir 217
EM 2017 í Hollandi Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira