Ekki von á miklum breytingum á byrjunarliði Íslands Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 21. júlí 2017 09:00 Ásmundur Haraldsson var hinn hressasti þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira