Ekki von á miklum breytingum á byrjunarliði Íslands Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 21. júlí 2017 09:00 Ásmundur Haraldsson var hinn hressasti þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira