Dýrtíð í Reykjavík: „Jemundur minn almáttugur það á að rýja mann inn að skinni“ Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2017 10:24 Guðríður bauð sonum sínum tveimur á kaffihús í Skeifunni en saup hveljur þegar reikningurinn kom. Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka. Neytendur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka.
Neytendur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira