Reykholtshátíð Óttar Guðmundsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun