Viðarsdætur gera armbeygjur á morgnana og styðja stelpurnar á kvöldin Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 24. júlí 2017 19:30 Systurnar Margrét og Elísa Viðarsdætur gátu ekki tekið þátt á EM vegna meiðsla. Þær eru samt sem áður í Hollandi að styðja stelpurnar okkar. Eyjastelpurnar slitu báðar krossband skömmu fyrir Evrópumótið. Svekkelsið vitaskuld ævintýralegt hjá þeim og Margrét viðurkennir að það er erfitt að horfa á þetta úr fjarska; jafnt leikina og alla umfjöllunina. „Já, mjög. Það er nánast verið að strá salti í sárin alla daga. Við erum bara ótrúlega einbeittar á það sem við erum að gera. Við erum að æfa á fullu hérna úti og vorum að gera það úti líka. Við erum að gera allt sem við getum gert til að ná bata. Við erum líka að styðja stelpurnar en óneitanlega er þetta gríðarlega svekkjandi og mjög erfitt,“ segir Margrét. Margrét og Elísa eru ekki bara að sóla sig og njóta lífsins í Hollandi heldur gera þær æfingar á hverjum degi úti í garði. „Við erum í svona hálfgerðri æfingaferð eða meðferðar-ferð. Það kostar mikla vinnu ef maður ætlar að koma almennilega til baka. Við ætlum að reyna að gera það eins vel og við getum og svo vonandi, ef við erum nægilega samviskusamar, verður þetta góð endurkoma,“ segir Elísa. Báðar ætla sér endurkomu í landsliðið og láta sig dreyma um að spila saman á HM 2019. „Það væri bara draumi líkast að ganga þar saman inn á völlinn, systurnar. Það er stefnan að ná því með landsliðinu en maður hefur ekki fullkomlega stjórn á þessu,“ segir Margrét. Þrátt fyrir að þessar tvær Eyjakonur eru úr leik er önnur Eyjamær búin að byrja báða leiki liðsins á mótinu. Það er grjótharði miðjunaglinn Sigríður Lára Garðarsdóttir sem þær eru báðar mjög stoltar af. „Það vill enginn lenda í Sísí. Það er gaman að fylgjast með henni og framtíðin er algjörlega hennar,“ segir Margrét og Elísa tekur undir orð systur sinnar. „Sísi eru tveir persónuleikar. Það er einn innan vallar og einn utan vallar. Hún myndi ekki gera flugu mein utan vallar því hún er frábær og yndisleg stelpa en það er gott að geta skipt um gír inn á vellinum því þar kannski þarftu stundum að gera meira en flugu mein,“ segir Elísa Viðarsdóttir. Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni Freyr Alexandersson, Ásmundur Guðni Haraldsson og Ólafur Pétursson sátu fyrir svörum á æfingasvæði liðsins í dag. 24. júlí 2017 11:15 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er stútfullt. 24. júlí 2017 11:30 Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Fyrrum landsliðsfyrirliði segir að það hafi mikið breyst í kringum íslenska landsliðið á skömmum tíma. 24. júlí 2017 13:45 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Systurnar Margrét og Elísa Viðarsdætur gátu ekki tekið þátt á EM vegna meiðsla. Þær eru samt sem áður í Hollandi að styðja stelpurnar okkar. Eyjastelpurnar slitu báðar krossband skömmu fyrir Evrópumótið. Svekkelsið vitaskuld ævintýralegt hjá þeim og Margrét viðurkennir að það er erfitt að horfa á þetta úr fjarska; jafnt leikina og alla umfjöllunina. „Já, mjög. Það er nánast verið að strá salti í sárin alla daga. Við erum bara ótrúlega einbeittar á það sem við erum að gera. Við erum að æfa á fullu hérna úti og vorum að gera það úti líka. Við erum að gera allt sem við getum gert til að ná bata. Við erum líka að styðja stelpurnar en óneitanlega er þetta gríðarlega svekkjandi og mjög erfitt,“ segir Margrét. Margrét og Elísa eru ekki bara að sóla sig og njóta lífsins í Hollandi heldur gera þær æfingar á hverjum degi úti í garði. „Við erum í svona hálfgerðri æfingaferð eða meðferðar-ferð. Það kostar mikla vinnu ef maður ætlar að koma almennilega til baka. Við ætlum að reyna að gera það eins vel og við getum og svo vonandi, ef við erum nægilega samviskusamar, verður þetta góð endurkoma,“ segir Elísa. Báðar ætla sér endurkomu í landsliðið og láta sig dreyma um að spila saman á HM 2019. „Það væri bara draumi líkast að ganga þar saman inn á völlinn, systurnar. Það er stefnan að ná því með landsliðinu en maður hefur ekki fullkomlega stjórn á þessu,“ segir Margrét. Þrátt fyrir að þessar tvær Eyjakonur eru úr leik er önnur Eyjamær búin að byrja báða leiki liðsins á mótinu. Það er grjótharði miðjunaglinn Sigríður Lára Garðarsdóttir sem þær eru báðar mjög stoltar af. „Það vill enginn lenda í Sísí. Það er gaman að fylgjast með henni og framtíðin er algjörlega hennar,“ segir Margrét og Elísa tekur undir orð systur sinnar. „Sísi eru tveir persónuleikar. Það er einn innan vallar og einn utan vallar. Hún myndi ekki gera flugu mein utan vallar því hún er frábær og yndisleg stelpa en það er gott að geta skipt um gír inn á vellinum því þar kannski þarftu stundum að gera meira en flugu mein,“ segir Elísa Viðarsdóttir. Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni Freyr Alexandersson, Ásmundur Guðni Haraldsson og Ólafur Pétursson sátu fyrir svörum á æfingasvæði liðsins í dag. 24. júlí 2017 11:15 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er stútfullt. 24. júlí 2017 11:30 Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Fyrrum landsliðsfyrirliði segir að það hafi mikið breyst í kringum íslenska landsliðið á skömmum tíma. 24. júlí 2017 13:45 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45
Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00
Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni Freyr Alexandersson, Ásmundur Guðni Haraldsson og Ólafur Pétursson sátu fyrir svörum á æfingasvæði liðsins í dag. 24. júlí 2017 11:15
Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00
EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er stútfullt. 24. júlí 2017 11:30
Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Fyrrum landsliðsfyrirliði segir að það hafi mikið breyst í kringum íslenska landsliðið á skömmum tíma. 24. júlí 2017 13:45