Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 15:37 Enn á fyrsta tunglið utan sólkerfis okkar eftir að finnast. NASA/JPL-Caltech Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann. Vísindi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann.
Vísindi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira