Skotsilfur Markaðarins: Kynslóðaskipti í Húsi atvinnulífsins Ritstjórn Markaðarins skrifar 10. júlí 2017 13:00 Það er ekki ofsögum sagt að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og starfsmenn hans hafi nóg fyrir stafni um þessar mundir. Málin hafa hreinlega staflast upp á borði þeirra og er ekki fyrirséð hvenær stofnuninni tekst að afgreiða þau öll. Og þetta eru engin smá mál, heldur risastórir samrunar á borð við kaup Haga á Lyfju og Olís, Skeljungs á Basko, N1 á Festi og Vodafone á 365. Oft heyrist kvartað yfir því að rannsóknir stofnunarinnar séu of tímafrekar, en miðað við þau mál sem liggja nú á borði hennar má vart búast við að það breytist í bráð.Kynslóðaskipti Með ráðningu Sigurðar Hannessonar sem framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) hafa sumir haft á orði að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða hjá helstu hagsmunasamtökunum í Húsi atvinnulífsins. Auk Sigurðar, sem er fæddur 1980, má nefna Halldór Benjamín Þorbergsson, sem stýrir Samtökum atvinnulífsins, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau Halldór Benjamín og Heiðrún Lind tóku til starfa á síðasta ári og eru bæði fædd árið 1979.Sigurður Hannesson var á dögunum ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Síðasta blaðið? Tímaritið Frjáls verslun gaf út í liðinni viku sitt árlega tekjublað en ritstjóri þess hefur um árabil verið Jón G. Hauksson. Blaðið er hins vegar að öllum líkindum hans síðasta en sagt er að Jón muni brátt láta af störfum sem ritstjóri tímaritsins. Greint var frá því fyrir skemmstu að Útgáfufélagið Heimur, sem var áður í eigu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og stendur að útgáfu tímaritsins, leiti nú nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Mjög hefur dregið úr starfsemi Heims að undanförnu og þannig stendur félagið ekki lengur að útgáfu tímaritanna Iceland Review, Vísbendingar og Skýja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og starfsmenn hans hafi nóg fyrir stafni um þessar mundir. Málin hafa hreinlega staflast upp á borði þeirra og er ekki fyrirséð hvenær stofnuninni tekst að afgreiða þau öll. Og þetta eru engin smá mál, heldur risastórir samrunar á borð við kaup Haga á Lyfju og Olís, Skeljungs á Basko, N1 á Festi og Vodafone á 365. Oft heyrist kvartað yfir því að rannsóknir stofnunarinnar séu of tímafrekar, en miðað við þau mál sem liggja nú á borði hennar má vart búast við að það breytist í bráð.Kynslóðaskipti Með ráðningu Sigurðar Hannessonar sem framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) hafa sumir haft á orði að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða hjá helstu hagsmunasamtökunum í Húsi atvinnulífsins. Auk Sigurðar, sem er fæddur 1980, má nefna Halldór Benjamín Þorbergsson, sem stýrir Samtökum atvinnulífsins, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau Halldór Benjamín og Heiðrún Lind tóku til starfa á síðasta ári og eru bæði fædd árið 1979.Sigurður Hannesson var á dögunum ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Síðasta blaðið? Tímaritið Frjáls verslun gaf út í liðinni viku sitt árlega tekjublað en ritstjóri þess hefur um árabil verið Jón G. Hauksson. Blaðið er hins vegar að öllum líkindum hans síðasta en sagt er að Jón muni brátt láta af störfum sem ritstjóri tímaritsins. Greint var frá því fyrir skemmstu að Útgáfufélagið Heimur, sem var áður í eigu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og stendur að útgáfu tímaritsins, leiti nú nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Mjög hefur dregið úr starfsemi Heims að undanförnu og þannig stendur félagið ekki lengur að útgáfu tímaritanna Iceland Review, Vísbendingar og Skýja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira