Um launastefnu ríkis og afturvirkt kjararáð Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 12. júlí 2017 07:00 Sautján aðildarfélög BHM undirbúa kjaraviðræður við ríkið en gerðardómur um kjör félagsmanna fellur úr gildi 31. ágúst nk. Varla þarf að rifja upp að sumarið 2015 stöðvaði Alþingi lögmætar verkfallsaðgerðir BHM með lagasetningu sem einnig fól sérstökum gerðardómi að ákvarða kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaganna. Það reyndist ríkisvaldinu ekki heilladrjúg ráðstöfun því að í beinu framhaldi af úrskurði gerðardóms ákváðu aðrir aðilar á vinnumarkaði – ASÍ, BSRB og SA – að starta enn einu höfrungahlaupinu á grundvelli gerðardóms. BHM átti enga aðild að þeirri ákvörðun. Ríkisvaldið bætti svo um betur og gaf kjararáði lausan tauminn við ákvörðun launa æðstu embættismanna ríkisins. Þar hefur tilteknum stéttum og stjórnendum verið úthlutað miklum afturvirkum launahækkunum. Ástæða er til að rifja þessa atburðarás upp í aðdraganda kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið. Félagsmenn horfa að sjálfsögðu til ákvarðana kjararáðs við mótun kröfugerðar. Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamning við ríkið þar sem þó nokkrar launahækkanir eru faldar í breyttri launatöflu. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu. BHM hefur ítrekað kallað eftir launastefnu ríkisins en aldrei fengið skýr svör frá samninganefnd ríkisins. En vísbendingarnar eru skýrar í ákvörðunum kjararáðs og í glænýjum samningi við lækna. Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna menntunarákvæði gerðardóms en ein af meginkröfum aðildarfélaga BHM er að menntun sé metin til launa. Menntunarákvæðið átti að koma til framkvæmda 1. júní 2016. Rúmu ári síðar hefur þorri félagsmanna aðildarfélaga BHM ekki fengið greiðslur samkvæmt ákvæðinu. Þetta er nöturleg staðreynd ekki síst í ljósi þess að aðrir aðilar á vinnumarkaði hafa hækkað laun um sömu prósentu án tillits til menntunar. En, eins og áður segir, úrskurðir kjararáðs og nýr kjarasamningur Læknafélagsins gefa góðar vonir um málefnalegar launahækkanir til handa háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum í næstu samningalotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM undirbúa kjaraviðræður við ríkið en gerðardómur um kjör félagsmanna fellur úr gildi 31. ágúst nk. Varla þarf að rifja upp að sumarið 2015 stöðvaði Alþingi lögmætar verkfallsaðgerðir BHM með lagasetningu sem einnig fól sérstökum gerðardómi að ákvarða kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaganna. Það reyndist ríkisvaldinu ekki heilladrjúg ráðstöfun því að í beinu framhaldi af úrskurði gerðardóms ákváðu aðrir aðilar á vinnumarkaði – ASÍ, BSRB og SA – að starta enn einu höfrungahlaupinu á grundvelli gerðardóms. BHM átti enga aðild að þeirri ákvörðun. Ríkisvaldið bætti svo um betur og gaf kjararáði lausan tauminn við ákvörðun launa æðstu embættismanna ríkisins. Þar hefur tilteknum stéttum og stjórnendum verið úthlutað miklum afturvirkum launahækkunum. Ástæða er til að rifja þessa atburðarás upp í aðdraganda kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið. Félagsmenn horfa að sjálfsögðu til ákvarðana kjararáðs við mótun kröfugerðar. Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamning við ríkið þar sem þó nokkrar launahækkanir eru faldar í breyttri launatöflu. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu. BHM hefur ítrekað kallað eftir launastefnu ríkisins en aldrei fengið skýr svör frá samninganefnd ríkisins. En vísbendingarnar eru skýrar í ákvörðunum kjararáðs og í glænýjum samningi við lækna. Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna menntunarákvæði gerðardóms en ein af meginkröfum aðildarfélaga BHM er að menntun sé metin til launa. Menntunarákvæðið átti að koma til framkvæmda 1. júní 2016. Rúmu ári síðar hefur þorri félagsmanna aðildarfélaga BHM ekki fengið greiðslur samkvæmt ákvæðinu. Þetta er nöturleg staðreynd ekki síst í ljósi þess að aðrir aðilar á vinnumarkaði hafa hækkað laun um sömu prósentu án tillits til menntunar. En, eins og áður segir, úrskurðir kjararáðs og nýr kjarasamningur Læknafélagsins gefa góðar vonir um málefnalegar launahækkanir til handa háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum í næstu samningalotu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun