Ákærður fyrir brot gegn 12 ára stúlku í Hafnarfirði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2017 07:42 Maðurinn var grunaður um annað brot þennan sama dag, 5. maí, en sú rannsókn var látin niður falla. vísir/daníel Rannsókn á máli karlmanns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tólf ára barni, þegar hann braust inn á heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum, er lokið. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir húsbrot, kynferðislega áreitni gegn barni, þjófnað og fíkniefnalagabrot. Sömuleiðis er hann ákærður fyrir blygðunarsemisbrot sem sagt er hafa átt sér stað degi áður.Vaknaði við snertingu mannsins Manninum er gefið að sök að hafa farið óboðinn inn í húsið aðfaranótt föstudagsins 5. maí síðastliðinn. Stúlkan kvaðst hafa vaknað við snertingu mannsins þar sem hann hafi staðið við rúm hennar. Hann hafi meðal annars strokið henni um bak, farið inn undir nærbol hennar og farið niður á mjöðm. Stúlkan sagðist hafa reynt að færa sig fjær honum en hann þá skriðið upp í rúm til hennar og reynt að strjúka henni meira. Hún hafi þá náð að fara inn á baðherbergi og læsa að sér en að maðurinn hafi þá að opna hurðina utan frá, en henni tekist að læsa aftur að sér. Hann hafi svo farið inn í eldhús og þaðan úr húsinu. Stúlkan sagðist hafa verið hrædd þegar atvikið átti sér stað og fram kemur í úrskurði héraðsdóms asð henni hafi liðið mjög illa við að ræða atvikið, hún hafi grátið og átt erfitt með að tjá sig.Kannast við að hafa „klappað“ stúlkunni Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa farið inn í hús eftir að kona, sem hann hefði hitt fyrr um kvöldið, hefði staðið við glugga og sent honum koss með vörunum. Hann hefið svo áttað sig á því að þetta væri ekki konan sem hann hefði hitt. „Kvaðst hann hafa fengið fyrirboða eða sýn um að kona í húsinu hafi boðið honum að koma inn og því hafi hann farið inn í húsið,“ segir dómi héraðsdóms. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa farið inn á baðherbergi stúlkunnar.Grunur um fleiri brot Maðurinn er einnig grunaður um blygðunarsemisbrot en hann er sakaður um að hafa farið upp að baðherbergisglugga og horft á hana þar sem hún stóð fáklædd og berbrjósta. Meint atvik átti sér stað 4. maí síðastliðinn. Maðurinn sagðist kannast við að hafa farið upp að umræddu húsi og horft inn um baðherbergisgluggann og séð þar konu, án þess að sjá að hún hefði verið fáklædd. Þá hefur rannsókn á nokkrum öðrum málum á hendur manninum verið hætt, en hann var sakaður um annað brot sama dag og meint brot gegn stúlkunni átti sér stað, þann 5. maí. Jafnframt var rannsókn á máli sem kom upp 29. mars hætt, en brotin tvö vörðuðu ætluð kynferðisbrot og tilraun til húsbrota. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 2. ágúst næstkomandi, en hann hefur verið í haldi frá handtöku 5. maí. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13. júní 2017 21:17 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Rannsókn á máli karlmanns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tólf ára barni, þegar hann braust inn á heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum, er lokið. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir húsbrot, kynferðislega áreitni gegn barni, þjófnað og fíkniefnalagabrot. Sömuleiðis er hann ákærður fyrir blygðunarsemisbrot sem sagt er hafa átt sér stað degi áður.Vaknaði við snertingu mannsins Manninum er gefið að sök að hafa farið óboðinn inn í húsið aðfaranótt föstudagsins 5. maí síðastliðinn. Stúlkan kvaðst hafa vaknað við snertingu mannsins þar sem hann hafi staðið við rúm hennar. Hann hafi meðal annars strokið henni um bak, farið inn undir nærbol hennar og farið niður á mjöðm. Stúlkan sagðist hafa reynt að færa sig fjær honum en hann þá skriðið upp í rúm til hennar og reynt að strjúka henni meira. Hún hafi þá náð að fara inn á baðherbergi og læsa að sér en að maðurinn hafi þá að opna hurðina utan frá, en henni tekist að læsa aftur að sér. Hann hafi svo farið inn í eldhús og þaðan úr húsinu. Stúlkan sagðist hafa verið hrædd þegar atvikið átti sér stað og fram kemur í úrskurði héraðsdóms asð henni hafi liðið mjög illa við að ræða atvikið, hún hafi grátið og átt erfitt með að tjá sig.Kannast við að hafa „klappað“ stúlkunni Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa farið inn í hús eftir að kona, sem hann hefði hitt fyrr um kvöldið, hefði staðið við glugga og sent honum koss með vörunum. Hann hefið svo áttað sig á því að þetta væri ekki konan sem hann hefði hitt. „Kvaðst hann hafa fengið fyrirboða eða sýn um að kona í húsinu hafi boðið honum að koma inn og því hafi hann farið inn í húsið,“ segir dómi héraðsdóms. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa farið inn á baðherbergi stúlkunnar.Grunur um fleiri brot Maðurinn er einnig grunaður um blygðunarsemisbrot en hann er sakaður um að hafa farið upp að baðherbergisglugga og horft á hana þar sem hún stóð fáklædd og berbrjósta. Meint atvik átti sér stað 4. maí síðastliðinn. Maðurinn sagðist kannast við að hafa farið upp að umræddu húsi og horft inn um baðherbergisgluggann og séð þar konu, án þess að sjá að hún hefði verið fáklædd. Þá hefur rannsókn á nokkrum öðrum málum á hendur manninum verið hætt, en hann var sakaður um annað brot sama dag og meint brot gegn stúlkunni átti sér stað, þann 5. maí. Jafnframt var rannsókn á máli sem kom upp 29. mars hætt, en brotin tvö vörðuðu ætluð kynferðisbrot og tilraun til húsbrota. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 2. ágúst næstkomandi, en hann hefur verið í haldi frá handtöku 5. maí.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13. júní 2017 21:17 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13. júní 2017 21:17