Fanndís: Þessar nýju stelpur eru betri og tilbúnari en ég var Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 16. júlí 2017 19:15 Þrír ungir EM-nýliðar eru í íslenska hópnum á EM 2017 í fótbolta. Tveir þeirra; Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, og Agla María Albertsdóttir, framherji úr Stjörnunni, unnu sér sæti í hópnum á lokametrunum. Báðar voru í byrjunarliðinu á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir EM og þær gerðu nóg til að heilla Frey Alexandersson. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var sjálf ung og efnileg þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sem íslenska liðið komst á fyrir átta árum síðan en hún segir þessar nýju stelpur betri en hún var. „Ingibjörg kom inn á móti Brasilíu eins og hún væri búin að spila 100 landsleiki. Þegar ég fór fyrst fékk ég að fara inn á þegar það voru þrjár mínútur eftir og var bara "vííí" geðveikt gaman. Mér finnst þær betri og tilbúnari í þetta. Þær fá líka stærra hlutverk,“ segir Fanndís. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson tók undir með Fanndísi að þessir nýliðar í dag fá stærra hlutverk en hann vildi þó hrósa eldri leikmönnum og þá sérstaklega Fanndísi fyrir hennar framlag til nýliðanna. „Mig langar að hrósa eldri leikmönnunum fyrir þetta. Ég átti alltaf eftir að klappa þér á bakið Fanndís fyrir þetta. Eftir leikinn á móti Brasilíu þá var Fanndís fyrst til að stíga upp og hrósa Öglu Maríu í viðtölum fyrir sinn leik og hvað hún var að gera,“ segir Freyr. „Stuðningurinn sem þessar eldri stelpur hafa sýnt þeim yngri bæði innan vallar og í undirbúningi og í kringum allt sem við erum að gera sýnir hvað við erum með flotta og sterka karaktera við höfum.“ „Ungu stelpurnar hafa vissulega fengið stærra hlutverk en það er ekki bara þjálfarateyminu og vinnubrögðum okkar að þakka heldur frekar leikmönnunum. Eldri leikmennirnir eiga mikið hrós skilið og þeir mega vita það,“ segir Freyr Alexandersson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
Þrír ungir EM-nýliðar eru í íslenska hópnum á EM 2017 í fótbolta. Tveir þeirra; Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, og Agla María Albertsdóttir, framherji úr Stjörnunni, unnu sér sæti í hópnum á lokametrunum. Báðar voru í byrjunarliðinu á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir EM og þær gerðu nóg til að heilla Frey Alexandersson. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var sjálf ung og efnileg þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sem íslenska liðið komst á fyrir átta árum síðan en hún segir þessar nýju stelpur betri en hún var. „Ingibjörg kom inn á móti Brasilíu eins og hún væri búin að spila 100 landsleiki. Þegar ég fór fyrst fékk ég að fara inn á þegar það voru þrjár mínútur eftir og var bara "vííí" geðveikt gaman. Mér finnst þær betri og tilbúnari í þetta. Þær fá líka stærra hlutverk,“ segir Fanndís. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson tók undir með Fanndísi að þessir nýliðar í dag fá stærra hlutverk en hann vildi þó hrósa eldri leikmönnum og þá sérstaklega Fanndísi fyrir hennar framlag til nýliðanna. „Mig langar að hrósa eldri leikmönnunum fyrir þetta. Ég átti alltaf eftir að klappa þér á bakið Fanndís fyrir þetta. Eftir leikinn á móti Brasilíu þá var Fanndís fyrst til að stíga upp og hrósa Öglu Maríu í viðtölum fyrir sinn leik og hvað hún var að gera,“ segir Freyr. „Stuðningurinn sem þessar eldri stelpur hafa sýnt þeim yngri bæði innan vallar og í undirbúningi og í kringum allt sem við erum að gera sýnir hvað við erum með flotta og sterka karaktera við höfum.“ „Ungu stelpurnar hafa vissulega fengið stærra hlutverk en það er ekki bara þjálfarateyminu og vinnubrögðum okkar að þakka heldur frekar leikmönnunum. Eldri leikmennirnir eiga mikið hrós skilið og þeir mega vita það,“ segir Freyr Alexandersson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00
Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05