Skotin til bana á kjörstað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2017 23:36 Vopnaður maður á mótorhjóli er sagður hafa hleypt skotum af á kjörstað í Caracas. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/afp Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum Nicolasar Maduro, forseta Venesúela, sem leggur til breytingarnar umdeildu. Þrjá sakaði í skotárásinni. Hugmyndir Maduro kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Um er að ræða 500 manna stjórnlagaþing sem afgreiða á breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni, auk þess sem stjórnlagaþingið fengi heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna. Þannig yrði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið verður um hugmyndirnar í lok þessa mánaðar. Stjórnarandstæðingar hafa tekið afar illa í þessar hugmyndir og hafa hörð mótmæli geisað í landinu allt frá því að þær voru kynntar fyrir 107 dögum síðan. Yfir hundrað manns hafa týnt lífi í mótmælunum undanfarnar vikur. Í atkvæðagreiðslu dagsins var spurt að því hvort gera ætti fyrrnefndar breytingar, og hvort kjósa eigi að nýju, en að óbreyttu mun Maduro sitja í embætti til ársins 2018. Settir voru upp 2.030 kjörstaðir víðs vegar um landið í dag. Maduro lýsti því yfir í dag að atkvæðagreiðslan væri algjörlega þýðingarlaus. Maduro er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu, en mótmæli hafa verið tíð í landinu allt frá því hann tók við af forvera sínum Hugo Chavez árið 2014.#Video purports to show shooting at voting center in #Venezuela https://t.co/LPzTFWqZ46 pic.twitter.com/v22tYCMV67— Sputnik (@SputnikInt) July 16, 2017 Tengdar fréttir Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum Nicolasar Maduro, forseta Venesúela, sem leggur til breytingarnar umdeildu. Þrjá sakaði í skotárásinni. Hugmyndir Maduro kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Um er að ræða 500 manna stjórnlagaþing sem afgreiða á breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni, auk þess sem stjórnlagaþingið fengi heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna. Þannig yrði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið verður um hugmyndirnar í lok þessa mánaðar. Stjórnarandstæðingar hafa tekið afar illa í þessar hugmyndir og hafa hörð mótmæli geisað í landinu allt frá því að þær voru kynntar fyrir 107 dögum síðan. Yfir hundrað manns hafa týnt lífi í mótmælunum undanfarnar vikur. Í atkvæðagreiðslu dagsins var spurt að því hvort gera ætti fyrrnefndar breytingar, og hvort kjósa eigi að nýju, en að óbreyttu mun Maduro sitja í embætti til ársins 2018. Settir voru upp 2.030 kjörstaðir víðs vegar um landið í dag. Maduro lýsti því yfir í dag að atkvæðagreiðslan væri algjörlega þýðingarlaus. Maduro er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu, en mótmæli hafa verið tíð í landinu allt frá því hann tók við af forvera sínum Hugo Chavez árið 2014.#Video purports to show shooting at voting center in #Venezuela https://t.co/LPzTFWqZ46 pic.twitter.com/v22tYCMV67— Sputnik (@SputnikInt) July 16, 2017
Tengdar fréttir Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00