Freyr: Stelpurnar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar á samfélagsmiðlaöld Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 11:18 Freyr segir stelpurnar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var búinn að horfa á tapleikinn gegn Frakklandi aftur þegar Vísir ræddi við hann á blaðamannafundi landsliðsins í Ermeo í dag. Skoðun hans á frammistöðunni hafði ekkert breyst. Hann er virkilega ánægður með spilamennsku stelpnanna og fannst þær gera allt sem þær voru beðnar um. Enn fremur fannst honum franska liðið ráða lítið sem ekkert við uppleggið hjá stelpunum okkar.Sjá einnig:Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ „Þetta var frábær varnarframmistaða. Við spiluðum taktíkina mjög vel. Við héldum þeim algjörlega í skefjum. Við töluðum um það fyrir leik að þær mættu skjóta af 20-30 metrum og það var í raun eina ógnunin fyrir utan skallann í slána. Við vorum með stjórn á þessu,“ segir Freyr. „Varnarleikurinn var frábær. Hugarfarið, viðhorfið til leiksins, nærveran og töffaraskapurinn var yfirgengilegur. Þegar maður sér myndir af Frökkunum vera grátandi í grasinu yfir hinu og þessu sé ég að við vorum alveg með þær.“ Íslenska liðið fékk færi í leiknum en eins og í síðustu leikjum hefur lítið gengið að skora. Opnanir voru í boði sem stelpurnar nýttu ekki.Sjá einnig:Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ „Í sókninni vorum við aðeins of stressuð á boltann. Við hefðum klárlega getað gert betur þar eins og í einföldum atriðum sem voru sett upp fyrir leikinn. Ég hefði viljað meiða þær meira. Við fengum samt færin sem við vildum fá og það er helvíti svekkjandi að hafa ekki klárað þau,“ segir Freyr en hvernig var stemningin eftir leik? „Stelpurnar settu höfuðið ekki niður í bringu en voru samt ótrúlega svekktar. Það hjálpaði samt til að á samfélagsmiðaöld finna þær fyrir stuðningi. Ég talaði um það við leikmennina að þær myndu skilja allt eftir á vellinum. Við gerðum það og viðbrögðin sem leikmenn fá frá þjóðinni er að fólkið er stolt af stelpunum. Það er flott,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var búinn að horfa á tapleikinn gegn Frakklandi aftur þegar Vísir ræddi við hann á blaðamannafundi landsliðsins í Ermeo í dag. Skoðun hans á frammistöðunni hafði ekkert breyst. Hann er virkilega ánægður með spilamennsku stelpnanna og fannst þær gera allt sem þær voru beðnar um. Enn fremur fannst honum franska liðið ráða lítið sem ekkert við uppleggið hjá stelpunum okkar.Sjá einnig:Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ „Þetta var frábær varnarframmistaða. Við spiluðum taktíkina mjög vel. Við héldum þeim algjörlega í skefjum. Við töluðum um það fyrir leik að þær mættu skjóta af 20-30 metrum og það var í raun eina ógnunin fyrir utan skallann í slána. Við vorum með stjórn á þessu,“ segir Freyr. „Varnarleikurinn var frábær. Hugarfarið, viðhorfið til leiksins, nærveran og töffaraskapurinn var yfirgengilegur. Þegar maður sér myndir af Frökkunum vera grátandi í grasinu yfir hinu og þessu sé ég að við vorum alveg með þær.“ Íslenska liðið fékk færi í leiknum en eins og í síðustu leikjum hefur lítið gengið að skora. Opnanir voru í boði sem stelpurnar nýttu ekki.Sjá einnig:Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ „Í sókninni vorum við aðeins of stressuð á boltann. Við hefðum klárlega getað gert betur þar eins og í einföldum atriðum sem voru sett upp fyrir leikinn. Ég hefði viljað meiða þær meira. Við fengum samt færin sem við vildum fá og það er helvíti svekkjandi að hafa ekki klárað þau,“ segir Freyr en hvernig var stemningin eftir leik? „Stelpurnar settu höfuðið ekki niður í bringu en voru samt ótrúlega svekktar. Það hjálpaði samt til að á samfélagsmiðaöld finna þær fyrir stuðningi. Ég talaði um það við leikmennina að þær myndu skilja allt eftir á vellinum. Við gerðum það og viðbrögðin sem leikmenn fá frá þjóðinni er að fólkið er stolt af stelpunum. Það er flott,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00