Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 14:00 Dagný Brynjarsdóttir (fyrir miðju) mætir á æfingu landsliðsins í morgun, í hörkuformi eins og flestar stelpurnar í landsliðinu. Vísir/Vilhelm Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00