Tilraun skilar metveiði á laxi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júlí 2017 06:00 Þjórsá er straumþung og jökullituð og lítur við fyrstu sýn ekki út sem vænleg til laxveiða þar sem hún streymir niður Urriðafoss. vísir/anton „Þetta er að ganga svona svakalega vel,“ segir Einar Haraldsson, stórbóndi á Urriðafossi, þar sem tilraun með stangveiði á laxi hefur staðið í sumar. Lax hefur til þessa verið veiddur í net af Urriðafossbændum. Straumþung og jökullituð Þjórsáin hefur ekki þótt árennileg til stangveiða, hvað þá Urriðafoss sjálfur. Margir hafa þó spreytt sig segir Einar.Einar Haraldsson heldur enn sem komið áfram laxveiðum í net neðan við Urriðafoss. Myndin er tekin 2013.vísir/gva„Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfaldlega taldir skrítnir. Það þýddi ekki neitt og það fékk aldrei neinn fisk,“ segir Einar. „En svo verður einhver breyting; meiri laxagengd eða einhver breyting á ánni, veðurfari eða einhverju slíku þannig að þetta verður hægt – og gengur bara bullandi vel.“ Að sögn Einars er laxinn aðallega veiddur á maðk. „En svo hafa þeir meira að segja verið að fá hann á flugu, eiginlega í fossinum sjálfum og aðeins fyrir ofan foss líka.“ Einar segir að fyrir þremur árum hafi einn og einn maður byrjað að veiða fisk við Urriðafoss. „Ég var alltaf að leyfa mönnum að veiða af því að ég taldi vonlaust að þeir gætu veitt nokkuð. Svo í fyrra þá bara veiddist heilmikið,“ segir hann. Þá hafi Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sóst eftir að leigja svæðið. Bæði Einar sjálfur og aðrir er verulega ánægðir með hvernig til hefur tekist. Komnir séu 365 laxar á þær tvær stangir sem veitt hafi verið á frá 1. júní og enn sé mikið eftir af veiðitímabilinu. Aðeins hafa veiðst fleiri laxar í Þverá-Kjarrá þar sem komnir eru 408 laxar á 14 stangir og í Norðurá þar sem veiðin er 391 lax á tólf stangir. Veiðin á hverja stöng er því fimm- til sexfalt meiri á Urriðafossi heldur en í áðurnefndum borgfirskum stórám. „Það eru allir glimrandi ánægðir,“ segir Einar sem kveður líklegt, miðað við núverandi gengi, að samningurinn verði framlengdur. „Maður getur ekkert sagt til um hvernig þetta fer og endar en eins og staðan er núna þá eru allar líkur á því að stangaveiðin gefi meiri pening heldur en netaveiðin.“Einar Haraldsson á Urriðafossi.vísir/gvaEinar hefur veitt mikið og vel í net og selt lax í Melabúðina í Reykjavík. Hann kveðst enn sem komið er halda hluta netanna áfram og selja lax. „En þegar svona lagað er uppi í dæminu, að svona tilraunár eru að gefa svona vel, þá gefur það einfaldlega meiri pening heldur en að vera að streða við að veiða laxinn í net,“ segir Einar. Netaveiðin hefur verið fastur þáttur í búskap Einars á Urriðafossi og aðspurður segist hann örugglega eiga eftir að sakna hennar ef hún hverfur. „Þegar maður er búinn að gera þetta í yfir þrjátíu ár og finnst þetta gaman þá hlýtur maður að sakna þess,“ segir hann. Aðsókn ferðamanna að Urriðafossi hefur að sögn Einars tvöfaldast milli ára frá því í fyrra. Laxveiðin veki mikla athygli. „Maður hefur séð hópa standa á bakkanum og horfa á veiðimenn eiga við lax og klappa svo og hrópa þegar þeir landa fiskinum,“ lýsir Einar stemningunni. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og ákveðin upplifun fyrir ferðamenn líka.“ Uppselt er í laxveiðina í Urriðafossi út júlí. Þar eru seldar tvær stangir saman. En hverjir eru það sem stunda stangveiðar í Urriðafossi? „Allir sem voru nógu fljótir að kaupa sér veiðileyfi,“ svarar Einar bóndi. Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
„Þetta er að ganga svona svakalega vel,“ segir Einar Haraldsson, stórbóndi á Urriðafossi, þar sem tilraun með stangveiði á laxi hefur staðið í sumar. Lax hefur til þessa verið veiddur í net af Urriðafossbændum. Straumþung og jökullituð Þjórsáin hefur ekki þótt árennileg til stangveiða, hvað þá Urriðafoss sjálfur. Margir hafa þó spreytt sig segir Einar.Einar Haraldsson heldur enn sem komið áfram laxveiðum í net neðan við Urriðafoss. Myndin er tekin 2013.vísir/gva„Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfaldlega taldir skrítnir. Það þýddi ekki neitt og það fékk aldrei neinn fisk,“ segir Einar. „En svo verður einhver breyting; meiri laxagengd eða einhver breyting á ánni, veðurfari eða einhverju slíku þannig að þetta verður hægt – og gengur bara bullandi vel.“ Að sögn Einars er laxinn aðallega veiddur á maðk. „En svo hafa þeir meira að segja verið að fá hann á flugu, eiginlega í fossinum sjálfum og aðeins fyrir ofan foss líka.“ Einar segir að fyrir þremur árum hafi einn og einn maður byrjað að veiða fisk við Urriðafoss. „Ég var alltaf að leyfa mönnum að veiða af því að ég taldi vonlaust að þeir gætu veitt nokkuð. Svo í fyrra þá bara veiddist heilmikið,“ segir hann. Þá hafi Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sóst eftir að leigja svæðið. Bæði Einar sjálfur og aðrir er verulega ánægðir með hvernig til hefur tekist. Komnir séu 365 laxar á þær tvær stangir sem veitt hafi verið á frá 1. júní og enn sé mikið eftir af veiðitímabilinu. Aðeins hafa veiðst fleiri laxar í Þverá-Kjarrá þar sem komnir eru 408 laxar á 14 stangir og í Norðurá þar sem veiðin er 391 lax á tólf stangir. Veiðin á hverja stöng er því fimm- til sexfalt meiri á Urriðafossi heldur en í áðurnefndum borgfirskum stórám. „Það eru allir glimrandi ánægðir,“ segir Einar sem kveður líklegt, miðað við núverandi gengi, að samningurinn verði framlengdur. „Maður getur ekkert sagt til um hvernig þetta fer og endar en eins og staðan er núna þá eru allar líkur á því að stangaveiðin gefi meiri pening heldur en netaveiðin.“Einar Haraldsson á Urriðafossi.vísir/gvaEinar hefur veitt mikið og vel í net og selt lax í Melabúðina í Reykjavík. Hann kveðst enn sem komið er halda hluta netanna áfram og selja lax. „En þegar svona lagað er uppi í dæminu, að svona tilraunár eru að gefa svona vel, þá gefur það einfaldlega meiri pening heldur en að vera að streða við að veiða laxinn í net,“ segir Einar. Netaveiðin hefur verið fastur þáttur í búskap Einars á Urriðafossi og aðspurður segist hann örugglega eiga eftir að sakna hennar ef hún hverfur. „Þegar maður er búinn að gera þetta í yfir þrjátíu ár og finnst þetta gaman þá hlýtur maður að sakna þess,“ segir hann. Aðsókn ferðamanna að Urriðafossi hefur að sögn Einars tvöfaldast milli ára frá því í fyrra. Laxveiðin veki mikla athygli. „Maður hefur séð hópa standa á bakkanum og horfa á veiðimenn eiga við lax og klappa svo og hrópa þegar þeir landa fiskinum,“ lýsir Einar stemningunni. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og ákveðin upplifun fyrir ferðamenn líka.“ Uppselt er í laxveiðina í Urriðafossi út júlí. Þar eru seldar tvær stangir saman. En hverjir eru það sem stunda stangveiðar í Urriðafossi? „Allir sem voru nógu fljótir að kaupa sér veiðileyfi,“ svarar Einar bóndi.
Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira