Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað Sæunn Gísladóttir skrifar 5. júlí 2017 06:00 Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað vísir/pjetur Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent