Valtteri Bottas vann í Austurríki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júlí 2017 13:27 Valtteri Bottas ók gríðarlega vel í Austurríki. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton gerði grjótharða atlögu að verðlaunasætinu en varnarakstur Ricciardo skilaði Red Bull verðlaunasæti á heimavelli. Munurinn á Hamilton og Vettel er 20 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna Vettel í vil. Bottas átti frábæra ræsingu, hann hreinlega stakk af. Á sama tíma vann Hamilton sig upp um tvö sæti og Raikkonen tapaði tveimur sætum til Ricciardo og Romain Grosjean. Max Verstappen féll úr leik strax á fyrsta hring, sama var upp á teningnum hjá Fernando Alonso. Daniil Kvyat keyrði á Alonso og bíll Alonso skaust á Verstappen. Kvyat þurfti að aka einu sinni í gegnum þjónustusvæðið í refsiskyni fyrir aksturslag sitt. Vettel var fljótur í talstöðina til að segja Charlie Whiting, keppnisstjóra Formúlu 1 að hann teldi Bottas hafa þjófstartað. Dómarar keppninnar tóku það til skoðunar. Ekkert var þó athugunarvert við ræsinguna hjá Bottas. Hamilton tókst að komast fram úr Sergio Perez á Force India og Romain Grosjean á Haas. Hann hóf þá að elta uppi Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Slagurinn á milli þeirra harðnaði á 22. hring. Hamilton kíkti aðeins meðfram Raikkonen en efir það dró hann sig aðeins í hlé. Kevin Magnussen hætti keppni á 30. hring þegar glussakerfið virtist tæmast í bílnum hjá Dananum á Haas bílnum.Hamilton lágmarkaði skaðan vel eftir að hafa ræst í áttunda sæti endaði hann fjórði.Vísir/GettyHamilton kom inn á undan öllum fremstu mönnum á 31. hring og fékk últra-mjúk dekk undir. Ricciardo kom svo inn á 33. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir. Vettel kom inn á 34. hring og gerði það sama. Bottas kom inn á 41. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir Mercedes bílinn. Raikkonen tók við forystunni í keppninni. Bottas komst þó fram úr landa sínum á 44. hring. Raikkonen tók þjónustuhlé í kjölfarið. Ferrari menn sóttu á Mercedes menn í þegar um 20 hringir voru eftir af 71. Vettel sótti að Bottas í baráttu þeirra um fyrsta sæti og Raikkonen sótti á Hamilton í baráttu þeirra um fjórða sæti. Á meðan var Ricciardo í þriðja sæti á til þess að gera auðum sjó. Ricciardo fór þó að finna fyrir meiri pressu frá Hamilton á síðustu tíu hringjunum. Hamilton tókst að slíta sig frá Raikkonen. Á meðan var Vettel að sækja á Bottas og bilið komiðundir tvær sekúndur þegar fimm hringir voru eftir. Barátta sjóðhitnaði á síðustu tveimur hringjunum. En þrátt fyrir góðar tilraunir bæði frá Hamilton og Vettel breyttist staðan ekki. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00 Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 7. júlí 2017 21:30 Valtteri Bottas á ráspól í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes náði ráspól í Austurríki. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji en Hamilton ræsir áttundi vegna fimm sæta refsingar. 8. júlí 2017 12:52 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton gerði grjótharða atlögu að verðlaunasætinu en varnarakstur Ricciardo skilaði Red Bull verðlaunasæti á heimavelli. Munurinn á Hamilton og Vettel er 20 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna Vettel í vil. Bottas átti frábæra ræsingu, hann hreinlega stakk af. Á sama tíma vann Hamilton sig upp um tvö sæti og Raikkonen tapaði tveimur sætum til Ricciardo og Romain Grosjean. Max Verstappen féll úr leik strax á fyrsta hring, sama var upp á teningnum hjá Fernando Alonso. Daniil Kvyat keyrði á Alonso og bíll Alonso skaust á Verstappen. Kvyat þurfti að aka einu sinni í gegnum þjónustusvæðið í refsiskyni fyrir aksturslag sitt. Vettel var fljótur í talstöðina til að segja Charlie Whiting, keppnisstjóra Formúlu 1 að hann teldi Bottas hafa þjófstartað. Dómarar keppninnar tóku það til skoðunar. Ekkert var þó athugunarvert við ræsinguna hjá Bottas. Hamilton tókst að komast fram úr Sergio Perez á Force India og Romain Grosjean á Haas. Hann hóf þá að elta uppi Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Slagurinn á milli þeirra harðnaði á 22. hring. Hamilton kíkti aðeins meðfram Raikkonen en efir það dró hann sig aðeins í hlé. Kevin Magnussen hætti keppni á 30. hring þegar glussakerfið virtist tæmast í bílnum hjá Dananum á Haas bílnum.Hamilton lágmarkaði skaðan vel eftir að hafa ræst í áttunda sæti endaði hann fjórði.Vísir/GettyHamilton kom inn á undan öllum fremstu mönnum á 31. hring og fékk últra-mjúk dekk undir. Ricciardo kom svo inn á 33. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir. Vettel kom inn á 34. hring og gerði það sama. Bottas kom inn á 41. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir Mercedes bílinn. Raikkonen tók við forystunni í keppninni. Bottas komst þó fram úr landa sínum á 44. hring. Raikkonen tók þjónustuhlé í kjölfarið. Ferrari menn sóttu á Mercedes menn í þegar um 20 hringir voru eftir af 71. Vettel sótti að Bottas í baráttu þeirra um fyrsta sæti og Raikkonen sótti á Hamilton í baráttu þeirra um fjórða sæti. Á meðan var Ricciardo í þriðja sæti á til þess að gera auðum sjó. Ricciardo fór þó að finna fyrir meiri pressu frá Hamilton á síðustu tíu hringjunum. Hamilton tókst að slíta sig frá Raikkonen. Á meðan var Vettel að sækja á Bottas og bilið komiðundir tvær sekúndur þegar fimm hringir voru eftir. Barátta sjóðhitnaði á síðustu tveimur hringjunum. En þrátt fyrir góðar tilraunir bæði frá Hamilton og Vettel breyttist staðan ekki.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00 Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 7. júlí 2017 21:30 Valtteri Bottas á ráspól í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes náði ráspól í Austurríki. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji en Hamilton ræsir áttundi vegna fimm sæta refsingar. 8. júlí 2017 12:52 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00
Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 7. júlí 2017 21:30
Valtteri Bottas á ráspól í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes náði ráspól í Austurríki. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji en Hamilton ræsir áttundi vegna fimm sæta refsingar. 8. júlí 2017 12:52