Sverrir Ingi farinn til Rostov í Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2017 07:52 Sverrir Ingi Ingason er farinn til Rússlands. Mynd/Heimasíða Rostov Sverrir Ingi Ingason, landsliðamaður í knattpsyrnu, er genginn til liðs við rússneska liðið Rostov. Hann skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. Sverrir Ingi var á mála hjá Granada á Spáni en hann fór til félagsins frá Lokeren í Belgíu í upphafi ársins. Granada féll úr spænsku deildinni en Rostov þurfti samkvæmt fjölmiðlum ytra að borga tvær milljónir evra, 233 milljónir króna, fyrir Sverri Inga.Big congrats to Sverrir Ingason on his transfer to FC Rostov #TeamTotalFootballpic.twitter.com/uRG4MEoNsq — Total Football (@totalfl) June 30, 2017 „Ég er auðvitað afar hamingjusamur. Það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með Rostov. Kannski er þetta ein af hamingjusömustu stundum lífs míns,“ var haft eftir Sverri Inga á heimasíðu Rostov. Hann mun klæðast treyju númer fimmtán frá félaginu. Rostov hafnaði í sjötta sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið leikur í Rostov-on-Don í suðvesturhluta Rússlands, skammt frá landamærum við Úkraínu. Liðið keppti í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti síns riðils, á eftir Atletico Madrid og Bayern München og á undan PSV Eindhoven. Rostov sló út Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar. Rússneska liðið komst svo í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir áramót en tapaði þar fyrir Manchester United, 2-1 samanlagt. Rostov keppir þó ekki í Evrópukeppni þetta tímabilið. Rostov er nú í æfingaferð í Austurríki og var Sverrir Ingi í fylgd með Eiði Smára Guðjohnsen þegar hann hitti liðið í dag. Eiður Smári og Sverrir Ingi eru með sama umboðsskrifstofu, hina íslensku Total Footall. Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason, landsliðamaður í knattpsyrnu, er genginn til liðs við rússneska liðið Rostov. Hann skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. Sverrir Ingi var á mála hjá Granada á Spáni en hann fór til félagsins frá Lokeren í Belgíu í upphafi ársins. Granada féll úr spænsku deildinni en Rostov þurfti samkvæmt fjölmiðlum ytra að borga tvær milljónir evra, 233 milljónir króna, fyrir Sverri Inga.Big congrats to Sverrir Ingason on his transfer to FC Rostov #TeamTotalFootballpic.twitter.com/uRG4MEoNsq — Total Football (@totalfl) June 30, 2017 „Ég er auðvitað afar hamingjusamur. Það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með Rostov. Kannski er þetta ein af hamingjusömustu stundum lífs míns,“ var haft eftir Sverri Inga á heimasíðu Rostov. Hann mun klæðast treyju númer fimmtán frá félaginu. Rostov hafnaði í sjötta sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið leikur í Rostov-on-Don í suðvesturhluta Rússlands, skammt frá landamærum við Úkraínu. Liðið keppti í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti síns riðils, á eftir Atletico Madrid og Bayern München og á undan PSV Eindhoven. Rostov sló út Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar. Rússneska liðið komst svo í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir áramót en tapaði þar fyrir Manchester United, 2-1 samanlagt. Rostov keppir þó ekki í Evrópukeppni þetta tímabilið. Rostov er nú í æfingaferð í Austurríki og var Sverrir Ingi í fylgd með Eiði Smára Guðjohnsen þegar hann hitti liðið í dag. Eiður Smári og Sverrir Ingi eru með sama umboðsskrifstofu, hina íslensku Total Footall.
Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira