Upprætum ofbeldi gegn börnum Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. júní 2017 07:00 Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum. Eru þá ótalin þau óbeinu skaðlegu áhrif sem börn verða fyrir vegna heimilisofbeldis, en í um 70% tilfella eru börn á þeim heimilum, þar sem ofbeldi er beitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að oftar en ekki þurfa börn sem beitt eru ofbeldi að bera harm sinn í hljóði. Allt of sjaldan er hlustað á neyðarköll barnanna og gripið inn í með viðeigandi hætti. Þannig hefur komið í ljós að barn er oft búið að reyna að segja fullorðnum frá ofbeldi sem það verður fyrir 7 – 10 sinnum áður en einhver hlustar. Samfélag sem þannig hlúir að börnum sínum getur varla talist siðað og það hlýtur að vera forgangsmál stjórnmálanna og okkar allra að bregðast við. Á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur, var nýverið samþykkt tillaga nefndarinnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Markmið verkefnisins er að tryggja að barn þurfi bara að segja einu sinni frá og að starfsmenn borgarinnar sem vinna með börnum séu þjálfaðir í að sjá merki um að barn sé beitt ofbeldi. Einnig er verkefninu ætlað að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða um ofbeldi opinskátt og taka afstöðu gegn því. Verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ hefur á liðnum árum verið þróað sem tilraunaverkefni á nokkrum starfsstöðvum borgarinnar með góðum árangri. Ljóst er að starfsfólkið sem tók þátt í verkefninu er betur í stakk búið til að takast á við það ef barn upplýsir að það hafi orðið fyrir ofbeldi og það er einnig betur í stakk búið til að greina birtingarmyndir þess. Umræðan er opnari og verkferlar skýrari. Með samþykkt borgarstjórnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar, er því stigið afar mikilvægt skref í að vernda börn fyrir ofbeldi. Eitt af mörgum í átt til betra samfélags án ofbeldis. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum. Eru þá ótalin þau óbeinu skaðlegu áhrif sem börn verða fyrir vegna heimilisofbeldis, en í um 70% tilfella eru börn á þeim heimilum, þar sem ofbeldi er beitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að oftar en ekki þurfa börn sem beitt eru ofbeldi að bera harm sinn í hljóði. Allt of sjaldan er hlustað á neyðarköll barnanna og gripið inn í með viðeigandi hætti. Þannig hefur komið í ljós að barn er oft búið að reyna að segja fullorðnum frá ofbeldi sem það verður fyrir 7 – 10 sinnum áður en einhver hlustar. Samfélag sem þannig hlúir að börnum sínum getur varla talist siðað og það hlýtur að vera forgangsmál stjórnmálanna og okkar allra að bregðast við. Á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur, var nýverið samþykkt tillaga nefndarinnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Markmið verkefnisins er að tryggja að barn þurfi bara að segja einu sinni frá og að starfsmenn borgarinnar sem vinna með börnum séu þjálfaðir í að sjá merki um að barn sé beitt ofbeldi. Einnig er verkefninu ætlað að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða um ofbeldi opinskátt og taka afstöðu gegn því. Verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ hefur á liðnum árum verið þróað sem tilraunaverkefni á nokkrum starfsstöðvum borgarinnar með góðum árangri. Ljóst er að starfsfólkið sem tók þátt í verkefninu er betur í stakk búið til að takast á við það ef barn upplýsir að það hafi orðið fyrir ofbeldi og það er einnig betur í stakk búið til að greina birtingarmyndir þess. Umræðan er opnari og verkferlar skýrari. Með samþykkt borgarstjórnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar, er því stigið afar mikilvægt skref í að vernda börn fyrir ofbeldi. Eitt af mörgum í átt til betra samfélags án ofbeldis. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun