Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 14:11 Harpa varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í vor. vísir/eyþór Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn