Listasumar Akureyrar: Menningarhátíðin haldin í 25. sinn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júní 2017 08:40 Akureyri verður í listaham í sumar og mun menningin dreifa sér um allan bæinn. Hátíðin var sett á Laugardaginn. Vísir/Vilhelm Listasumar Akureyrarbæjar var sett í 25. sinn með pompi og prakt á laugardaginn. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar setti hátíðina. Listahátíðin mun standa í allt sumar og mun Akureyrarbær verða fullur af lífi, fjöri og list. Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri listasafnsins á Akureyri er einn þeirra sem sér um skipulagningu listasumarsins. „Þetta nær yfir myndlist, tónlist, leiklist, gjörninga og bókmenntir. Það eru 25 ár síðan Listasumar var fyrst á Akureyri. Þetta hófst í rauninni í Listagilinu þegar byrjað var að breyta þessu verksmiðjuhúsi í vinnustofu listamanna. Þetta hefur verið tækifæri fyrir listamenn á Akureyri en líka aðra sem koma annars staðar frá, til að setja upp verk, “ segir Hlynur.Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafns Akureyrar.Vísir/Auðunn NíelssonListasumar alls staðar Listasumar verður þó ekki bundið við eitt sýningarrými heldur verða listsýningar um víðan völl. Hlynur segir þó að Listagilið verði miðpunktur hátíðarinnar að vissu leyti en listin mun einnig dreifa sér um bæinn. Alla þriðjudaga verður alltaf eitthvað um að vera í Deiglunni í Listagilinu, alla fimmtudaga verður eitthvað að gerast í Hofi og á föstudögum verður dagskrá hjá sundlauginni auk annarra viðburða. Listamennirnir sem taka þátt í ár sóttu um styrki til að setja upp viðburði. Þeir eru á öllum aldri og með mismunandi reynslu að baki. „Þetta er hugsað til þess að vera með blómlegt menningarlíf yfir sumartímann á Akureyri en auðvitað líka til að gefa listamönnum tækifæri til að vinna við þetta í sumar,“ segir Hlynur. Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Listasumar Akureyrarbæjar var sett í 25. sinn með pompi og prakt á laugardaginn. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar setti hátíðina. Listahátíðin mun standa í allt sumar og mun Akureyrarbær verða fullur af lífi, fjöri og list. Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri listasafnsins á Akureyri er einn þeirra sem sér um skipulagningu listasumarsins. „Þetta nær yfir myndlist, tónlist, leiklist, gjörninga og bókmenntir. Það eru 25 ár síðan Listasumar var fyrst á Akureyri. Þetta hófst í rauninni í Listagilinu þegar byrjað var að breyta þessu verksmiðjuhúsi í vinnustofu listamanna. Þetta hefur verið tækifæri fyrir listamenn á Akureyri en líka aðra sem koma annars staðar frá, til að setja upp verk, “ segir Hlynur.Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafns Akureyrar.Vísir/Auðunn NíelssonListasumar alls staðar Listasumar verður þó ekki bundið við eitt sýningarrými heldur verða listsýningar um víðan völl. Hlynur segir þó að Listagilið verði miðpunktur hátíðarinnar að vissu leyti en listin mun einnig dreifa sér um bæinn. Alla þriðjudaga verður alltaf eitthvað um að vera í Deiglunni í Listagilinu, alla fimmtudaga verður eitthvað að gerast í Hofi og á föstudögum verður dagskrá hjá sundlauginni auk annarra viðburða. Listamennirnir sem taka þátt í ár sóttu um styrki til að setja upp viðburði. Þeir eru á öllum aldri og með mismunandi reynslu að baki. „Þetta er hugsað til þess að vera með blómlegt menningarlíf yfir sumartímann á Akureyri en auðvitað líka til að gefa listamönnum tækifæri til að vinna við þetta í sumar,“ segir Hlynur.
Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira