Lífið

Justin Bieber nýtur sín norður í landi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Bieber hefur greinilega notið sín í heitu pottunum fyrir norðan.
Bieber hefur greinilega notið sín í heitu pottunum fyrir norðan.

Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri.

Bieber birti myndir af sér á Deplum í Instagram-færslu á miðnætti.

Vel tattúeraður Bieber dýfði sér í pottinn í Calvin Klein-naríunum.

Lúxushótelið Deplar Farm er í Fljótunum á Tröllaskaga skammt frá Hofsósi. Bandaríska lúxusferðaþjónustan Eleven Experience hóf rekstur sveitahótelsins árið 2016 og starfa þar um 80 manns, þar af 20-25 Íslendingar. 

Gistiherbergin eru aðeins þrettán talsins og kostar nóttin 350 þúsund krónur á ódýrasta gistiherberginu en dýrasta herbergið um 900 þúsund krónur nóttin.

Bieber sultuslakur í bleikri hettupeysu.

Bieber birtir alls átta myndir í Instagram-færslu sinni. Þar af tvær þar sem hann nýtur sín í pottum hótelsins, þrjár af myndarlegri stofu á hótelinu, tvær náttúrulífsmyndir og svo eina þar sem hann er að tromma.

Hvort trommuslátturinn er til dægrastyttingar eða til upptöku er ekki gott að segja. Þó virðist sem það sé upptökubúnaður á nokkrum myndum.

Bieber slær á húðirnar.

Síðast þegar Bieber var á landinu var hann á hátindi ferils síns og spilaði tvo tónleika í troðfullum Kórnum. Þá tók hann upp tónlistarmyndband fyrir lagið „I'll Show You“ í Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. 

Í kjölfarið varð sprenging í komu ferðamanna í gljúfrið og fjölgaði þeim um rúm áttatíu prósent milli ára.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.