Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2017 07:00 David Davis (t.v.) og Michel Barnier (t.h.), formenn samninganefnda Bretlands og Evrópusambandsins. vísir/EPA Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira