Voru án Dagnýjar vegna pressu frá Portland: „Það versta er að koma henni í þessa stöðu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:45 Dagný Brynjarsdóttir þurfti að fljúga aftur til Portland en spilaði svo ekkert. vísir/stefán Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gat ekki annað en sleppt landsleik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní á Laugardalsvellinum vegna pressu frá félagsliði hennar, Portland Thorns, á landsliðið og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var daginn fyrir leik að Dagný myndi ekki spila leikinn því hún væri á leiðinni heim til Portland en leikurinn á móti Brasilíu var sá síðasti sem kvennalandsliðið spilar fyrir EM í Hollandi. Dagnú hefur verið mikið meidd og lítið getað beitt sér með landsliðinu en hún á enn eftir að fá alvöru mínútur í nýja 3-4-3 kerfinu og nú er næsti leikur á móti Frakklandi á EM. „Þetta er bara samkomulagsatriði milli mín og þjálfarans hennar úti. Maður þarf bara að velja og hafna. Ef hún spilaði á morgun myndi hún ekki spila með Portland um helgina," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari í samtali við RÚV um málið á þeim tíma. Freyr var spurður enn frekar út í þetta samkomulag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina og þar lagði landsliðsþjálfarinn spilin á borðið.Dagný Brynjarsdóttir á 15 mínútur að baki með landsliðinu í 3-4-3 á árinu en það var í leik gegn Japan á Algarve-mótinu í mars.vísir/gettyVar klár í slaginn „Ég nenni ekkert að vera að fara í kringum hlutina,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Þetta er bara þannig að ef Dagný hefði tekið þátt í landsleikjunum þá hefði hún sennilega ekki spilað fleiri mínútur með Portland restina af tímabilinu. Við höfðum því ekki um neitt annað að velja.“ „Það versta í þessu er að koma leikmanninum í þessa stöðu. Það er alltaf ástæða fyrir einhverju svona þó svo við séum ekkert að fara að gera neina krísu úr þessu. Hvorki leikmaðurinn né landsliðið þurfa á því að halda.“ „Líkamlega gat hún spilað og auðvitað hefði það verið gott þó hún hefði ekki spilað nema fimmtán mínútur. Það var samt ótrúlega gott að hún gat verið með á æfingunum og í taktíkinni og öllu því en þetta er ástæðan fyrir því að hún fór aftur til Portland,“ sagði Freyr Alexandersson. Dagný var ónotaður varamaður í leik Portland Thorns þessa helgi sem hún flaug aftur til Bandaríkjanna en fékk svo 34 mínútur sem varamaður um síðustu helgi þegar Portland tapaði öðrum leik sínum í röð. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Dagnýjar fyrir landsliðið en þessi 25 ára gamli Rangæingur er einn allra besti og mikilvægasti leikmaður Íslands. Hún skallaði Ísland t.a.m. í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum. Umræðuna um Dagný má heyra frá 1:00:46-1:02:11 í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira